fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Þorsteinn ósáttur við seinni hálfleik en tekur stiginu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 20:08

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands. Mynd - Sigtryggur Ari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var nokkuð sáttur með stig á útivelli gegn Sviss í fyrsta leik Þjóðadeildarinnar í kvöld.

Leikurinn var bragðdaufur og lauk honum með markalusu jafntefli.

„Mér fannst við fín í fyrri hálfleik, gerðum ágætlega á köflum. Mér fannst við byrja seinni hálfleikinn illa, tapa boltanum á slæmum stöðum og gáfum þeim sjálfstraust, þó þær hafi ekki skapað neitt. Seinni hálfleikur var ekki nógu góður og það þurfum við að fara yfir,“ sagði Þorsteinn við RÚV eftir leik.

Þorsteinn vildi sjá íslenska liðið nýta sína sénsa betur.

„Við komumst í einn á einn stöður á risaplássum oft. Maður var að vonast til að geta nýtt okkur það betur því við komum okkur í góðar stöður.“

Þorsteinn var spurður að því hvort hann hefði þegið stigið á útivelli fyrirfram.

„Já því þetta eru allt góð lið sem við erum að keppa við. Auðvitað vill maður vinna en stig er ekki slæmt,“ sagði hann, en Frakkar og Norðmenn eru einnig í riðli Íslands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino

Arteta viðurkennir að unglingarnir gætu fengið tækifæri – Hefur ekkert rætt við Merino
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu

Staðfesta hið sorglega andlát í yfirlýsingu