Afar sorglegt atvik átti sér stað skömmu fyrir leik XV de Jau og Uniao Suzano í brasilísku neðri deildunum á dögunum.
Leikurinn átti senn að hefjast þegar hinn 26 ára gamli Gabriel Popo hneig niður. Var hann fluttur á sjúkrahús en lést þar.
XV de Jau staðfestir andlát hans á samfélagsmiðlum.
„Það er með mikilli sorg sem við tilkynnum um andlát Gabriel Protasio. Hugur okkar er hjá fjölskyldu og vinum Gabriel á þessum erfiðu tímum. Megi minning hans lifa að eilífu,“ sagði þar meðal annars.
Kveðjum hefur í kjölfarið rignt inn, til að mynda frá félögum sem Gabriel spilaði með fyrr á ferlinum.