Bryan Mbuemo, leikmaður Brentford, er hugsanlega á leið til Newcastle í sumar.
Sóknarmaðurinn er að eiga frábært tímabil og er kominn með 14 mörk og 3 stoðsendingar í ensku úrvalsdeildinni.
Mbuemo hefur verið orðaður við stærri félög, þar á meðal Liverpool, en samningur leikmannsins rennur út eftir næstu leiktíð og Brentford því opið fyrir því að skoða tilboð næsta sumar í stað þess að missa kappann frítt.
Talið er að Brentford vilji 50 milljónir punda fyrir hinn 25 ára gamla Mbuemo í sumar og samkvæmt Football Insider er Newcastle til í að ganga að þeim verðmiða.