fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Íslendingar lýsa hvernig þeir svindluðu á prófi – „Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 21. febrúar 2025 20:15

Það eru til ýmsar leiðir til að svindla á prófi. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að svindla á prófi er eitthvað sem margir grípa til, einkum ef þeir hafa ekki verið duglegir að læra í tímum yfir önnina. Íslendingar lýsa því hvernig þeir hafa svindlað á prófum eða orðið vitni að því.

Prófsvindl er furðu útbreitt. Erlend könnun frá árinu 2012 sýndi að 60 prósent af menntaskólanemum hefðu einhvern tímann svindlað á prófi. 30 prósent háskólanema sögðust hafa gert það. Hið sama á líklega við um Ísland, eða að minnsta kosti er líklegt að stór hluti nema hafi einhvern tímann svindlað á prófi.

Um þetta er rætt á samfélagsmiðlinum Reddit. Það er hversu miklu svindli íslenskir nemar tóku eftir í sinni skólagöngu.

Lærði óvart fyrir prófið

„Ætlaði einu sinni að svindla á íslenskuprófi. Skrifaði besta og ítarlegasta svindlmiða sem gerður hefur verið. Varði mörgum klukkutímum í að skrifa á hann fullkomnar upplýsingar í eins litlu letri og hægt var. Setti hann inn í pennann minn,“ segir einn. „Kom í prófið. Gekk fáránlega vel í því án þess að nota miðann, líklega vegna þess að ég hafði lært allt svo vel við að skrifa hann.“

Segist hann samt hafa verið í stresskasti allt prófið af ótta yfir því að miðinn myndi finnast. En þetta hafi þó verið lærdómsríkt, hann hafi uppgötvað nýja aðferð við að læra fyrir próf.

Annar segir svipaða sögu. Það er að búa til svindlmiða hafi í raun verið góð leið til þess að læra fyrir próf. „Sögukennarinn minn í menntaskóla gaf okkur leyfi til að vera með einn svindlmiða í prófum (svo lengi sem hann var af ákveðinni stærð). Ég fyllti alltaf miðann og endaði á að varla nota hann,“ segir hann.

Algengt að svindla í dönsku

Danska er umdeilt fag í íslenskum skólum og yfirleitt frekar óvinsælt hjá nemendum. Miðað við frásagnirnar virðist danska líka vera eitt af þeim fögum þar sem nemendur freistast til þess að svindla.

Einn nefnir að svindl hafi verið útbreitt þegar nemendur hafi vitað að þeir myndu sennilega komast upp með það. „Man sérstaklega eftir dönsku í menntaskóla þegar ég var með kennara sem tók ekki eftir neinu og með erfið próf. Þá var mikið um svindl,“ segir hann.

„Skemmtileg tilviljun en eina fagið sem ég man eftir að hafa séð samnemendur mína svindla í var í dönsku prófum,“ segir annar. „Kennarinn sá og heyrði líka aldrei neitt.“

Og fleiri viðurkenna að hafa svindlað í dönsku. „Ég man eftir að hafa svindlað tvisvar í grunnskóla. Einu sinni í stöðuprófi í dönsku (allur bekkurinn gerði það af því kennarinn gleymdi að þurrka svör af töflunni eftir hinn bekkinn) og einu sinni í jólaprófi í íslensku,“ segir ein kona. Hún segist þó ekki muna eftir miklu svindli hjá samnemendum sínum.

Tæknin hjálpar

En svindlmiðar eru ekki eina leiðin til að svindla. Tæknin hefur gert það að verkum að auðveldara er að svindla á ýmsan máta. Að minnsta kosti í sumum tilvikum.

„Veit ekki hvort það flokkist sem svindl en það grófasta sem ég gerði var í prófi þar sem mátti vera með bókina og meir að segja á rafrænu formi þannig ég ctrl-effaði öll svörin og fékk 10, var líka eina prófið í áfanganum,“ segir einn.

Annar notaði vasareikninn sinn til að geyma svör. „Svindlaði einu sinni á minni skólagöngu og svindlaði þá alveg rosalega. Fattaði að það var hægt að vista pdf skjöl í vasareikninum mínum og hafði ekki tíma til að læra fyrir eitt próf,“ segir hann og það dugði. „Rétt slapp með að ná.“

Vel staðsettur

Staðsetning í skólastofunni getur einnig skipt máli. Það er út frá því hvar hin vökulu augu kennarans eru staðsett.

„Ég var með reglu að sitja alltaf fremst í prófum, það þýddi að kennarinn var vinstra megin við mig eða jafnvel smá fyrir bak við mig. Að sitja fremst þýddi líka að kennarinn grunaði mig aldrei um svindl, og einbeitti sér frekar að þeim sem aftast voru,“ segir einn bíræfinn prófsvindlari. „Þegar prófið hófst laumaði ég símanum úr vinstri innanverðum vasanum á jakkanum og passaði mig að jakkinn hékk líka smá fram þannig að það væri erfiðara fyrir kennarann að sjá símann.“

Þessi aðferð hafi virkað eins og draumur. Tók hann einnig myndir af stærðfræðiprófum og sendi á félaga sinn í öðrum skóla. Einnig var hann með auka síma á sér til öryggis ef allir þyrftu að setja símana frá sér yfir próftíma.

„Mér fannst þetta mjög gaman, og hundleiðinlegt að læra þannig þetta var algjör no brainer,“ segir hinn bíræfni.

Seldi svörin

Þá er einnig hægt að græða á prófsvindli, það er beinharða peninga, eins og kemur fram í einnig játningunni.

„Ég fékk alltaf frekar góðar einkunnir í krossaprófum í náttúrufræði þegar ég var í unglingadeild í grunnskóla. Ég seldi svo tveimur bekkjarfélögum mínum svörin mín fyrir klink með því að gefa þeim merki með fingrunum þar sem kennarinn sá ekki til. Þeir breyttu svo einu svari af handahófi til að vera ekki með nákvæmlega sömu svör og ég,“ segir hann. „Þannig já, þó að minn námsárangur í grunnskóla hafi verið „heiðarlegur“ þá var ég partur af prófsvindli.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu

Börnum í Breiðholtsskóla stíað í sundur – „Reyndur skólamaður“ ráðinn til að taka á ástandinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni

Dómur þyngdur yfir hælisleitanda sem nauðgaði 13 ára barni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Banaslys á Þingvallavegi

Banaslys á Þingvallavegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“

Segir ekkert hæft í umdeildu atviki í World Class og spyr hver beri ábyrgð – „Mannorðsmorð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“

Var sakaður um barnaníð í skilaboðum til unnustu og nafnlausri færslu á Facebook – „Ég vil að þú vitir hvernig maður þetta er“