Árlegar viðurkenningar KSÍ fyrir háttvísi og prúðmennsku til liða eru jafnan afhentar í aðdraganda ársþings, sem fram fer á morgun.
Drago-stytturnar eru veittar prúðustu liðunum í efstu deildum karla og kvenna á grundvelli gulra og rauðra spjalda.
Drago-styttuna fyrir árið 2024 hlýtur Breiðablik bæði í karla- og kvennaflokki.