Omar Berrada stjórnarformaður Manchester United hefur látið starfsfólk vita af því að þeir sem leka upplýsingum í fjölmiðla verði reknir.
Allir starfsmenn United fengu þennan tölvupóst í morgun eftir erfiða viku í fréttum fyrir félagið.
Þannig hafa mjög neikvæðar fréttir farið í loftið, ein af þeim var að Sir Jim Ratcliffe eigandi félagsins þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins á æfingasvæðinu. Spurði eigandinn hana við hvað hún starfaði hjá félaginu.
Einnig kom það fólki í opna skjöldu þegar Telegraph sagði frá því að starfsmaður félagsins hafi hringt í ættingja Kath Phipps tveimur dögum eftir að hún lést, til að fá þau til að skila ársmiða hennar.
Phipps, sem starfaði fyrir félagið í 55 ár í ýmsum stöðum lést í desember. Hún var oftast nær í móttöku félagsins og var elskuð og dáð af leikmönnum félagsins.
„Hver sá sem fer með upplýsingar um félagið út úr húsinu er að brjóta gegn reglum okkar. Við viljum vernda félagið og okkar fólk, við setjum af stað nýtt fyrirkomulag til að reyna að koma í veg fyrir svona og viljum komast að því hver ber ábyrgð,“ sagði í pósti Berrarda þar sem hann lét fylgja með að ef þetta kæmi upp aftur gæti fólk átt hættu á því að missa starf sitt.
🚨 Staff were told that “additional measures” are now being put in place to prevent the details of changes being released before official club announcements.
"Anyone disclosing information outside of the club is breaching their obligations of confidentiality, and we are very… https://t.co/ahyFmSuj6r
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) February 21, 2025