Tate hefur, ásamt bróður sínum Tristan, staðið frammi fyrir ásökunum um alvarleg brot, eins og mansal og nauðgun síðan 2022. Hann var látinn laus úr stofufangelsi um miðjan janúar 2025 í Rúmeníu og má ekki yfirgefa landið á meðan rannsókn stendur enn yfir. Bræðurnir hafa einnig verið ákærðir fyrir mansal og nauðgun í Bretlandi og vilja yfirvöld þar að þeir verði framseldir.
Andrew Tate birti færslu á X, áður Twitter, sem hefur vakið hörð viðbrögð.
Hann birti mynd af söng- og leikkonunn og sagði hana „of granna“ og að honum langaði ekki lengur að sofa hjá henni.y
Hann skrifaði einnig við aðra mynd af henni að hún liti út eins og „krakkhóra.“
„Þetta er andstyggilegasta og ógeðslegasta tíst sem ég hef séð í dag. Hvernig í fjandanum er fólk eins og Andrew Tate en á þessu appi? Alveg fáránlegt,“ sagði einn netverji.
Fleiri netverjar létu hann heyra það. „Þú ert ógeðslegur,“ sagði einn.
„Hún myndi aldrei snerta þig,“ sagði annar.
Sjá einnig: Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Ummæli Tate koma í kjölfar umræðu um heilsu Ariönu Grande. Myndir frá BAFTA-verðlaunahátíðinni hafa verið á dreifingu um samfélagsmiðla, eins og þessi hér að neðan, og lýsa aðdáendur yfir miklum áhyggjum af stórstjörnunni.