fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Nýtt lag frá KALEO

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2025 13:24

Mynd/Kaleo

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KALEO gaf í dag út lagið Back Door. Hljómsveitin hefur átt lagið í langan tíma og reglulega flutt það á tónleikum. „Þar sem við höfum oft flutt Back Door á tónleikum þekkja margir aðdáendur okkar lagið og hafa beðið okkur um að taka það upp,“ segir Jökull Júlíusson, söngvari KALEO.

„Við erum mjög ánægðir með að vera loksins komir með lagið í hendurnar og að það sé hluti af plötunni MIXED EMOTIONS. Laginu hefur alltaf verið vel tekið þegar við höfum flutt það á tónleikum og við erum spenntir fyrir að heyra það og finna kraftinn sem við finnum á tónleikum,” segir Jökull.

Ný plata 9. maí

Þann 9. maí næstkomandi kemur út ný plata KALEO, MIXED EMOTIONS. Platan er framleidd af Grammy verðlaunahafanum Eddie Spear (Zach Bryan, Sierra Ferrel) og meðframleiðendur eru Shawn Everett (The Killers, Kacey Musgraves) og Jökull Júlíusson.

„Fyrir mig voru þemu þessarar plötu hin ólíku svið lífsisins bæði andlega og tónlistarlega,“ segir Jökull. „Ég kann því illa að staðsetja mig innan ákveðinnar tónlistarstefnu og nýt frelsisins sem fylgir því að leyfa lögunum mínum að fara þangað sem tónlistin vill fara. Lögin eru þannig öll ólík og krefjast ólíkrar nálgunar og meðferðar. Ég trúi því að það sé eitthvað fyrir alla á þessari plötu,” segir Jökull.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“