Forráðamenn Manchester City vonast eftir því að Pep Guardiola haldi áfram sem stjóri liðsins þrátt fyrir erfitt tímabil á Ethiad.
Guardiola gerði nýjan samning í vetur við félagið og ekkert stefnir í að hann gefist upp.
Telegraph segir hins vegar að forráðamenn City muni hlusta á Guardiola vilji hann stíga til hliðar.
Guardiola hefur stýrt City frá árinu 2016 en tímabilið í ár er það fyrsta þar sem liðið hefur hikstað hressilega.
Búist er við að City fari í miklar breytingar í sumar á leikmannahópi sínum og er talið að allt að átta leikmenn fari úr aðalliðinu.
Talað er um Kevin de Bruyne, Bernardo Silva, Ederson, Jack Grealish, John Stones og fleiri.