fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 09:38

Elon Musk í gær. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims og einn af innstu koppunum í búri hjá Donald Trump Bandaríkjaforseta, var ómyrkur í máli í garð Volodomyr Zelensky, forseta Úkraínu, í gær.

Lét hann að því liggja að Zelensky ræki „svikamyllu sem nærðist á líkum fallinna hermanna“. Endurómaði hann harða gagnrýni Trumps á Zelensky í vikunni en Bandaríkjaforseti virðist í auknum mæli vera farinn að halla sér upp að Vladimír Pútín og hefur tekið undir málstað Rússa í stríðinu við Úkraínu.

Musk sagði á samfélagsmiðli sínum, X, að Zelensky væri ragur til að halda kosningar. „Því hann er fyrirlitinn af úkraínskum almenningi, sem er ástæða þess að hann neitar að halda kosningar. Ég skora á Zelensky að halda kosningar og sýna fram á að ég hafi rangt fyrir mér. Hann gerir það ekki,“ sagði Musk.

Ekki er vitað hvað Musk hefur fyrir sér í þessum efnum því samkvæmt nýjustu könnuninni sem mældi traust til Úkraínuforseta sögðust 57% aðspurðra treysta honum. Þá eru herlög í gildi í Úkraínu vegna innrásar Rússa og af þeim sökum hafa kosningar ekki verið haldnar.

Musk var í gær viðstaddur árlegan fund American Conservative Union (ACU) og vakti hann talsverða athygli á fundinum. Fékk hann keðjusög að gjöf frá Javier Milei, forsætisráðherra Argentínu, og virtist mjög ánægður með gjöfina eins og meðfylgjandi myndband ber með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum

Nágrannadeilur stigmögnuðust í Ástralíufríi – Sáu nágrannana nýta tækifærið og „stela“ garðinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim

Ríkustu menn Ítalíu héldu að varnarmálaráðherrann þarfnaðist aðstoðar þeirra – Síðar rann ótrúlegur sannleikurinn upp fyrir þeim
Pressan
Fyrir 2 dögum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum

Handtekinn 45 árum eftir morðið á mæðginunum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti

Donald Trump sagður hafa eytt 1,5 milljarði af skattpeningum í að spila golf síðan hann tók við embætti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“

Zelensky gagnrýnir Trump harðlega: „Það er ekki hægt að taka slíkt alvarlega“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki

Taívanar taka hart á fyrirtækjum sem hjálpa landsmönnum að sækja um kínversk skilríki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi

Björguðu rúmlega 1.000 manns úr svikatölvuverum nærri Taílandi