Söngvarinn Justin Bieber birti óræð skilaboð í Story á Instagram í gær sem hafa vakið mikla athygli. En síðan í lok árs í fyrra hefur verið orðrómur á kreiki um að skilnaður sé í kortunum hjá honum og Hailey Bieber.
Justin sagði í færslunni að það væri kominn „tími til að þroskast.“
„Að breytast snýst um að sleppa takinu, ekki halda enn fastar. Ertu þreyttur á því að reyna að fylgja öllum reglunum í von um að fá niðurstöðurnar sem þú vilt? Ég hef komist að því að ást er sterkari en reglur […]
„Ég reyndi að fylgja reglunum en ég er ekki góður í því. Þú þarft ekki að fylgja reglum til að vera elskaður.“
Hægt er að lesa orð hans hér að neðan.
Justin og Hailey hafa verið gift í sex ár og eiga saman soninn Jack Blues. Þau hafa ekki tjáð sig um skilnaðarorðróminn en hafa verið dugleg að birta myndir af hvort öðru á samfélagsmiðlum og mæta saman á viðburði undanfarið.