fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Erlingur segir að stórar spurningar blasi við Íslendingum

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 21. febrúar 2025 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska þjóðin þarf að taka afstöðu til þess hvort hún vill skipa sér í sveit með Bandaríkjunum eða Evrópuríkjunum nú þegar heimsmyndin breytist hratt. Þetta segir hernaðarsagnfræðingurinn Erlingur Erlingsson í ítarlegu viðtali í nýjasta tölublaði Heimildarinnar.

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur látið verkin tala á fyrsta mánuði sínum í embætti og hefur sennilega sjaldan ríkt meiri óvissa varðandi hvaða stefnu Bandaríkin taka í utanríkismálum. Trump hefur meðal annars rennt hýru auga til Grænlands og jafnvel hótað því að taka yfir Gaza-svæðið og hrekja íbúa þar á brott.

Erlingur segir í viðtalinu að í huga Bandaríkjanna sé mikilvægt að að erlendir keppinautar nái ekki áhrifum á Íslandi, Kína til dæmis. En kæra Íslendingar sig um að stilla sér upp við hlið Bandaríkjanna ef þeir standa við hótanir sínar, til dæmis um hreinsanir á Gaza?

„Við erum þjóð sem metur til verðmæta mannréttindi og alþjóðalög í utanríkisstefnu og samstarfi þjóða. Ég held að sú spurning verði meiri áskorun en það hvort Bandaríkin tryggi öryggi okkar,“ segir hann í viðtalinu.

Í viðtalinu er einnig komið inn á það hvort ógn steðji að Íslandi. Erlingur segir að það sé hættulegt fyrir Ísland ef það kerfi sem byggt var upp eftir síðari heimsstyrjöldina brotnar. Ekki sé hægt að útiloka að Trump geri kröfur um aðgang að íslenskum náttúruauðlindum í skiptum fyrir vernd eins og hann hefur gert í Úkraínu. Þá geti Bandaríkjamenn gert kröfu um að fá aðstöðu fyrir herstöð hér á landi.

 „Við vitum að Trump horfir á NATO eins og mafíuforingi horfir á verndargjald sem hann tekur af einhverjum sem hann gætir. Ef okkur finnst þetta fáránleg mynd af þróun atburða, þá er þetta nákvæmlega það sem er verið að gera við Úkraínu núna.“

Ítarlega er rætt við Erling í Heimildinni um stöðu mála í Evrópu og heiminum öllum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta fá farþegar Delta í bætur eftir flugslysið

Þetta fá farþegar Delta í bætur eftir flugslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Faðir stúlku í Breiðholtsskóla óttast að stórslys sé í uppsiglingu – Mættu með öxi heim til nemanda

Faðir stúlku í Breiðholtsskóla óttast að stórslys sé í uppsiglingu – Mættu með öxi heim til nemanda