fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fókus

Sjáðu myndbandið: Dónalegur brúðkaupsgestur eyðilagði stóra augnablikið

Fókus
Föstudaginn 21. febrúar 2025 07:45

Mynd/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin bandaríska Claire Kendall Taetz, 25 ára, giftist sínum heittelskaða, Joshua Joe, við fallega athöfn í Texas.

Þau ákváðu að halda barnlaust brúðkaup og tóku það sérstaklega fram við gesti að börn væru ekki velkomin. En ákveðnir gestir höfðu aðra hugmynd og tóku lítið barn með sér.

Barnið grét alla athöfnina, svoleiðis hágrét að það heyrðist um alla kirkju á meðan presturinn var að gefa þau saman. Móðirin neitaði að fara fram með grátandi barnið og þegar aðrir gestir buðust til að fara út með það fyrir hana afþakkaði hún.

„Þegar gestur neitar að taka grátandi barn út úr brúðkaupinu þínu því hann „keyrði tíu klukkutíma til að vera viðstaddur,““ skrifaði brúðurin með myndbandi af athöfninni á samfélagsmiðlum.

@electrocutednuggets Mind you, this went on for 10 minutes and said guest refused people offering to take child out for him. Mother of bride whipped around and motioned to “take her out 🫵🏻🙅🏽‍♀️🤬.” #wedding #weddingtiktok #fail #tantrum ♬ Bombastic side eye – 🤷‍♀️

„Hafið það í huga að þetta var svona í tíu mínútur og gesturinn neitaði að leyfa öðrum að fara fram með barnið.“

Claire segir að hún hafi fyrst haft skilning á þessu en þegar móðirin fór ekki fram með barnið þá hafi hún orðið pirruð, gremjan varð bara meiri og var hún alveg á nálum á mikilvægasta augnablikinu.

Eina sem faðir barnsins gerði var að „halda fyrir munn barnsins.“

„Þetta er ekki barninu að kenna, heldur foreldrunum fyrir að fara ekki fram með barnið og eyðileggja eitt stærsta augnablik lífs míns.“

Málið hefur vakið mikla athygli og sögðu margir netverjar þetta einmitt ástæðuna fyrir því að þeir ákváðu að hafa barnlaust brúðkaup.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul

Poppstjarnan komin á OnlyFans 66 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“