Stjórnunarhættir Manchester United eftir að Sir Jim Ratcliffe fór að stjórna félaginu hafa verið umdeildir, gríðarlegur niðurskurður utan vallar og gengið innan vallar sjaldan verið verra.
Telegraph segir frá því að starfsmaður félagsins hafi hringt í ættingja Kath Phipps tveimur dögum eftir að hún lést, til að fá þau til að skila ársmiða hennar.
Phipps, sem starfaði fyrir félagið í 55 ár í ýmsum stöðum lést í desember. Hún var oftast nær í móttöku félagsins og var elskuð og dáð af leikmönnum félagsins.
Telegraph vekur athygli á þessu en ættingjar hennar voru ansi hissa á símtalinu, tveimur dögum eftir að Phipps féll frá.
Talsmaður United segir málið vera óheppilegt og byggt á misskilningi, ekki hefði átt að hringja þetta símtal.
Rekstur United er í vondum málum en félagið er skuldum vafið og ef ekki væri fyrir fjármuni frá Ratcliffe væri félagið í miklum vanda.