fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Fréttir

Íslenskt ferðaþjónustufyrirtæki vísaði tveimur ferðamönnum frá af því þau töluðu ekki nógu góða ensku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað nýlega upp úrskurð í óvenjulegu máli. Málavextir voru þeir að kona bókaði skemmtiferð hér á landi fyrir tvo erlenda vini sína, en ferðin var gjöf hennar til þeirra. Greiddi hún rúmlega 40 þúsund krónur fyrir ferðina.

Var ferðin fyrirhuguð 29. júlí 2024. Þegar ferðamennirnir tveir mættu í ferðina þann dag var þeim vísað frá sökum takmarkaðrar enskukunnáttu þeirra. Sú sem gaf þeim ferðina sætti sig ekki við þetta og krafðist endurgreiðslu vegna vanefnda ferðaþjónustufyrirtækisins.

Ferðaþjónustufyrirtækið hafnaði kröfunni og hélt því fram að skýrt hefði verið kveðið á um á bókunarsíðu fyrir ferðina að góð enskukunnátta væri skilyrði. Gjafandinn hélt því hins vegar fram að ekki væri kveðið nóg skýrt á um þetta í bókunarskilmálum.

Kærunefndin, sem skipuð er þremur lögmönnum, var sammála kæranda og segir í úrskurðinum að hvorki komi nægjanlega skýrt fram á vefsíðu ferðaþjónustufyrirtækisins né í handbók um ferðina að enskukunnátta sé skilyrði fyrir þátttöku í ferðinni. „Þá verður ekki ráðið af almennum skilmálum varnaraðila að heimilt sé að víkja kaupanda úr ferð á grundvelli þess að hann skorti enskukunnáttu,“ segir ennfremur í úrskurðinum.

Niðurstaðan er sú að ferðaþjónustufyrirtækinu er gert skylt að endurgreiða kærandanum rúmlega 40 þúsund krónur.

Úrskurðinn má lesa hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri