Lögreglunni tókst ekki að hafa uppi á morðingja hennar fyrr en á síðasta ári en þá var David Newton, sem er sjötugur, handtekinn grunaður um að hafa myrt hana. Í síðustu viku var hann dæmdur í minnst 21 árs fangelsi fyrir að hafa myrt Unu.
Newton var yfirheyrður vegna málsins 2013 en var síðan kynnt að hann yrði ekki kærður fyrir morðið því ekki væru næg sönnunargögn fyrirliggjandi til að tengja hann við það.
En eins og fyrr sagði þá var hann handtekinn á síðasta ári í kjölfar þess að ný DNA-tækni leit dagsins ljós. Með henni var hægt að rannsaka lífsýni sem fundust á nöglum hægri handar Unu. Þau reyndust vera úr Newton.
Sky News skýrir frá þessu.