fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Fimm orð 4 ára drengs leystu 30 ára gamla morðgátu

Pressan
Föstudaginn 21. febrúar 2025 22:00

Caroline Glachan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. ágúst 1996 fannst lík hinnar 14 ára Caroline Glachan í ánni Leven í West Dunbartonshire í Skotlandi. Hún hafði verið myrt en lögreglunni tókst ekki að leysa málið fyrr en 2023.

Archie Wilson var týpískur fjögurra ára drengur, orkumikill og jafnvel óþekkur á stundum. En sunnudaginn 25. ágúst 1996 var eitthvað að, hann svaf fram að hádegi. Yngri bróðir hans, Jamie, var einnig steinsofandi þegar móðir þeirra, Betty Wilson, kom heim. Þá var barnapían, Andrew Kelly, að þurrka rennblautar buxur sínar við arineldinn.

Hann sagði Betty að Archie hefði pissað á hann og stór blettur hefði myndast á splunkunýja teppinu hennar. En eitthvað passaði ekki alveg í frásögn hans. En það liðu tæp 30 ár þar til lögreglan afhjúpaði hryllilegan sannleikann.

Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd frá BBC „Murder Trial: Girl in the River“.

Fram kemur að bræðurnir hafi farið frá heimili sínu um miðnætti með fjórum unglingum. Þegar bræðurnir komu heim aftur, tæpri klukkustund síðar, voru morðingjar með í för. Í um kílómeters fjarlægð lá Caroline látin í ánni Leven. Hún hafði verið slegin ítrekað í höfuðið og hafði hlotið alvarlega áverka. Lík hennar fannst um kvöldið.

Árum saman voru nöfn Robbie O‘Brien, Donna Marie Brand, Andrew Kelly og unnustu Kelly, Sarah Jane O‘Neill í umræðunni meðal þorpsbúa sem töldu margir að þau hefðu borið ábyrgð á morðinu. En ungmennin héldu sig fast við sögu sína  um að þau hefðu verið saman heima hjá Betty Wilson að passa bræðurna.

Þessi lygi verndaði þau áratugum saman en 2019 hóf lögreglan rannsókn á málinu á nýjan leik. Verkefnið var ekki auðvelt því engar upptökur úr eftirlitsmyndavélum voru til staðar, engin DNA-sýni og ekkert morðvopn. Mörg hugsanleg vitni voru látin en þau sem voru enn á lífi höfðu eignast börn og voru nú reiðubúin til að tala.

Linda Dorrian reyndist vera lykilvitni en hún bjó á hæðinni fyrir ofan Betty árið 1996. Hún var heima með 10 ára dóttur sinni kvöldið umrædda. Hún var að bíða eftir að kvikmynd byrjaði í sjónvarpinu á miðnætti. Hún heyrði þá útidyrnar opnast.

Hún kíkti út og sá fjóra unglinga fara út, með Jamie í kerru og Archie gangandi. Hópurinn stefndi á ána Leven.

Nú hafði lögreglan í fyrsta sinn sönnun fyrir að ungmennin hefðu yfirgefið húsið þetta kvöld. Skömmu eftir miðnætti sögðust að minnsta kosti sex manns hafa heyrt skelfileg öskur berast frá Leven.

„Þetta var stúlka. Hún öskraði: „Ég sagði það ekki! Ég gerði það ekki!“,“ sagði eitt vitnið.

Linda Dorrian sagði að hópurinn hafi komið aftur eftir um 40 mínútur og hafi verið mjög æstur. Hafi skellt hurðinni og síðan hafi verið öskrað: „Þetta átti ekki að gerast! Þetta gekk of langt! Hvernig mun þetta líta út?“

Caroline Glachan hafði verið blekkt og síðan myrt.

Robbie O‘Brien, 18 ára, hafði átt í ástarsambandi við hana en um leið átti hann í ástarsambandi við hina 17 ára Donna Marie Brand sem var barnshafandi.  Lögreglan segir að O‘Brien hafi verið „ofbeldisfullur níðingur“ og óttaðist fólk hann mjög.

Hann fékk Caroline til að hitta sig á Black Bridge um miðnætti. Það varð henni að bana að fara og hitta hann.

Krufning leiddi í ljós að hún var laminn að minnsta kosti tíu sinnum í höfuðið og hlaut hún mikla áverka á höfuðkúpu. Ekki var talið útilokað að hún hafi verið á lífi en meðvitundarlaus þegar henni var hent í ána. Hvorki áfengi né fíkniefni fundust í blóði hennar.

Það voru orð Archie sem urðu morðingjanum endanlega að falli. Þegar Betty Wilson kom heim um morguninn var Kelly einn í íbúðinni auk bræðranna. Þegar Archie vaknaði spurði hún hann hvort hann hefði pissað á gólfteppið. „Nei mamma, Robbie var blautur,“ sagði hann og þessi orð hans fengu allt til að smella saman hjá lögreglunni.

Hann sagði lögreglunni síðar að farið hefði verið með hann „niður að Leven“ þar sem hann hafi séð Caroline beitta ofbeldi. Hann sagði að einhver Robbie hefði lamið hana með priki áður en henni var ýtt út í ána. Síðan kom óhugnanlegt smáatriðið sem ekki var hægt að líta fram hjá: „Hann talaði um að hún hefði verið lamin og að hún væri með málm í auganu.“ Þetta segir lögreglan að Archie hafi ekki getað vitað nema af því að hann var á staðnum þegar Caroline var myrt.

Þetta sagði Archie áður en lík Caroline fannst.

Fjölskylda O‘Brien var mjög valdamikil og því þorði enginn að segja frá því sem gerst hafði og málið var því óleyst áratugum saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni

Ein fremsta tennisstjarna heims brotnaði niður þegar hún sá hver var í stúkunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann