Darwin Nunez framherji Liverpool hefur svarað fyrir sig eftir mikla gagnrýni frá leiknum gegn Aston Villa í gær. Framherjinn frá Úrúgvæ klikkaði þá á dauðafæri í 2-2 jafnteflinu.
Arne Slot stjóri Liverpool gagnrýndi hugarfar Nunez í leiknum eftir að hann klikkaði á færinu.
„Ég var ekki sá besti í heimi fyrir þremur vikum og ég er ekki versti leikmaður í heimi í dag,“ segir Nunez í færslu á X-inu.
Framherjinn segist aldrei ætla að gefast upp á meðan hann er leikmaður Liverpool.
„Ef ég dett, þá stend ég upp. Ég mun aldrei í lífinu gefast upp.“
„Ég mun alltaf leggja mig allan fram á meðan ég er leikmaður Liverpool. Ekki gefast upp.“
Ni fui el mejor hace tres semanas ni soy el peor ahora. Si me caigo, me levanto. Nunca me van a ver bajar los brazos.
Voy a dejar todo hasta el último día que me toque estar acá en Liverpool.
Resiliencia! 💪🏼 pic.twitter.com/cruy7OZO1o
— Darwin Núñez (@Darwinn99) February 20, 2025