Kobbie Mainoo miðjumaður Manchester United mun ekki spila með liðinu fyrr en eftir rúman mánuð.
Mainoo meiddist á æfingu í síðustu viku en þetta er enn eitt áfallið fyrir Ruben Amorim stjóra United.
Amad Diallo spilar ekki meira á tímabilinu en hann meiddist líkt og Mainoo í síðustu viku.
Fyrir herja meiðslin á United og hafa Mason Mount, Luke Shaw og fleiri verið lengi frá. Lisandro Martinez sleit krossband á dögunum.
Mainoo hefur ekki verið í sínu besta formi á þessu tímabili en meiðsli hans eru hins vegar áfall fyrir United.
Kobbie Mainoo will not be available for #mufc until after the March international break [@TeleFootball]
— utdreport (@utdreport) February 20, 2025