Alvarlegt umferðarslys varð á Þingvallavegi nú í morgun. Frá þessu greinir lögreglan á Suðurlandi í færslu á Facebook-síðu sinni.
Í tilkynningunni kemur fram að einn einstaklingur hafi verið í ökutæki en ekki er hægt að segja til um ástand hans að svo stöddu. Rannsókn stendur yfir á vettvangi.
Af þeim sökum er Þingvallavegur lokaður við Álftavatn.