fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 10:30

Bibas-fjölskyldan. Fjölskyldufaðirinn Yarden er sá eini sem er á lífi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liðsmenn Hamas-samtakanna hafa látið Ísraelsmenn fá lík fjögurra gísla sem teknir voru höndum þann 7. október 2023. Talið er að í þeim hópi séu Shiri Bibas og tveggja sona hennar, Ariel og Kfir.

Kfir var aðeins níu mánaða þegar hann var tekinn höndum og var hann sá yngsti sem tekinn var höndum í innrásinni. Ariel var fjögurra ára.

Eiginmaður Shiri og faðir Ariels og Kfir var einnig tekinn en honum var sleppt fyrr í þessum mánuði eftir að hafa verið í haldi Hamas í 16 mánuði.

Hamas-samtökin segja að Shiri, Ariel og Kfir hafi látist í eldflaugaárásum Ísraela „snemma í stríðinu“ en í frétt AP kemur fram að engin sönnun um það liggi fyrir.

Talið er að fjórða líkið sé af hinum 83 ára gamla Oded Lifshitz, fyrrverandi blaðamanni, sem tekinn var höndum á heimili sínu í Nir Oz.

Isaac Herzog, forseti Ísraels, sagði í færslu á X eftir að Ísraelsmenn fengu líkin afhent að hjörtu landsmanna væru í molum yfir örlögum fjórmenninganna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni