fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Neyðast hugsanlega til að hætta að selja Coca-Cola í dós

Pressan
Fimmtudaginn 20. febrúar 2025 04:10

Heyrir Coca-Cola í dós brátt sögunni til?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugsanlega verður erfitt að ná sér í Coca-Cola í dós í Bandaríkjunum í framtíðinni. Ástæðan er að Donald Trump, forseti, hefur ákveðið að leggja 25% toll á innflutt ál og stál.

James Quincy, forstjóri Coca-Cola, segir að þetta geti hugsanlega neytt fyrirtækið til að hætta að nota áldósir og nota plast í staðinn. The Guardian skýrir frá þessu.

Fyrirtækið flytur álið, sem er notað í dósirnar, inn frá Kanada og þar sem tollar Trump verða „án undantekninga“ þá er ekki annað að sjá en það verði dýrt að framleiða dósirnar.

Quincy sagði að ef einhver umbúðategundin verði dýrari, þá geti fyrirtækið nýtt sér aðra umbúðir sem geri því kleift að vera samkeppnishæft hvað varða verð.

Það vekur að vonum áhyggjur hjá sumum að einn stærsti gosdrykkjaframleiðandi heims muni hugsanlega hætta að nota áldósir og auka notkun plastumbúða enda er það ávísun á meiri plastmengun.

Fyrirtækið er meðal þeirra fyrirtækja sem bera mesta ábyrgð á plastmengun. Í rannsókn, sem var gerð á síðasta ári, kemur fram að Coca-Cola stendur að baki 11% þeirrar plastmengunar sem má rekja til fyrirtækja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni