fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Pressan

Frans páfi sagður búa sig undir dauðann

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 10:17

Frans páfi glímir við lungnabólgu í báðum lungum. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frans páfi er með lungnabólgu í báðum lungum og er hann þegar sagður vera farinn að búa sig undir að deyja. Páfinn, sem er 88 ára, var lagður inn á sjúkrahús í Róm síðastliðinn föstudag vegna brjóstverks. Í gær var svo staðfest að hann væri með lungnabólgu.

Politico hefur eftir heimildarmönnum sem eru nánir páfanum að hann hafi sjálfur sagt að mögulega muni hann ekki lifa sýkinguna af. Hann hafi undanfarnar vikur unnið að því að „hnýta lausa enda“ eins og það er orðað.

Það sem gerir sýkinguna nú sérstaklega varhugaverða er sú staðreynd að hann gekkst undir aðgerð árið 2021 þar sem hluti af vinstra lunga hans var fjarlægður vegna langvarandi lungnabólgu. Hafa læknar sagt að ástand hans sé „flókið“.

Frans, sem var skírður Jorge Mario Bergoglio, fæddist í Buenos Aires í Argentínu árið 1936. Hann varð páfi rómversk-kaþólsku kirkjunnar árið 2013 og varð þar með fyrsti páfinn í yfir 1200 ár sem ekki kemur frá Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Í gær

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina

Porsche rekur 1.900 starfsmenn og endurlífgar bensínvélina
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims

Óvænt heimsókn frumbyggja í þorp í Amazon – Tilheyrir einum einangraðasta þjóðflokki heims