Takehiro Tomiyasu spilar ekki meira með Arsenal á leiktíðinni eftir að hafa farið í aðgerð.
Japanski varnarmaðurinn hefur nær ekkert spilað með Arsenal á leiktíðinni vegna meiðsla. Kom hann aðeins við sögu í október síðastliðnum.
Nú hefur hann gengist undir aðgerð á hné sem mun halda honum frá vellinum út leiktíðina.
Sjálfur segir Tomiyasu að þessi kafli á ferli hans sé sá erfiðasti hingað til.
Hann bætist á meiðslalista Arsenal sem þegar inniheldur menn eins og Bukayo Saka, Kai Havertz og Gabriel Jesus.
Arsenal vonast til að landa enska meistaratitlinum í vor en liðið er þó 7 stigum á eftir toppliði Liverpool.