fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
Pressan

Af hverju myrti hún fjögur börn sín? – „Konan mín var ekki skrímsli“

Pressan
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 16:30

Tranyelle, Cliff og dæturnar fjórar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagið í Byron í Wyoming er skilið eftir í sárum með fjölda spurninga eftir að hin 32 ára  Tranyelle Harshman drap fjögur börn sín og sneri síðan byssunni að sjálfri sér þann 10. febrúar.

Þrjár af fjórum dætrum Harshman létust á vettvangi, en hin sjö ára gamla Olivia lést af sárum sínum á sjúkrahúsi laugardaginn 15. febrúar.

Eftir harmleikinn spyrja margir sig hvernig þetta gat gerst. Þótt ástæða Harshman verði aldrei ljós hafa fjölskylda hennar og vinir varpað ljósi á hugarástand hennar í kjölfar morðanna.

Cliff Harshman, eiginmaður Harshman til fimm ára og faðir tveggja yngstu dætra hennar, sagði í samtali við Cowboy State Daily að eiginkona hans hefði þjáðst af fæðingarþunglyndi og áfallastreituröskun. Cliff segist vera í áfalli eftir morðin, en segir: „Fólk skilur ekki hvernig geðsjúkdómar snúast ekki um viljastyrk. Konan mín var ekki skrímsli,“ segir hann og segir konu sína hafa verið að takast á við andleg veikindi, þó hann hafi ekki farið nánar út í hvernig sú meðferð fór fram. „Við vorum að fá hjálp fyrir hana og á leiðinni virkaði eitthvað ekki.“ 

Hann segir morðin ekki lýsa karakter eiginkonu sinnar heitinnar sem hafi verið einstök móðir.

„Hún var ótrúleg mamma og hún elskaði þessi börn. Eins reiður og ég kann að vera út í hana, þá elska ég hana enn – og ég missti hana líka.“ 

Vinkona Harshman til margra ára, Briana Baker, lýsir vinkonu sinni sem „ljúfri, ástríkri og fyndinni“.

„Börnin hennar voru aðaláhersla hennar í lífinu. Maður veit aldrei hvað einhver er að glíma við andlega. Tranyelle var ekki skrímslið sem þessi harmleikur lætur hana virðast vera. Ástvinir hennar vilja ekki að hennar sé minnst fyrir myrkustu stundir hennar.“

Þann 10. febrúar hringdi Harshman í neyðarlínuna um klukkan 13:30 og tilkynnti um skotárás á heimili sínu. Hún sagði að hún teldi að börn sín væru látin og benti á að lögreglumenn myndu finna tvö af krökkunum uppi í vöggum sínum og hin tvö gætu fundist í svefnherbergi niðri. Harshman sagði einnig í símtalinu að hún „gæti fundist í svefnherberginu sínu á efri hæðinni og að hún ætlaði að gera það sama við sjálfa sig.“ 

Tvær safnanir voru settar upp á GoFundMe til að aðstoða fjölskyldu Quinn Blackmer (fyrri eiginmaður Harshman og faðir tveggja eldri barna hennar) og fjölskyldu Cliff Harshman, og höfðu báðar safnað yfir 100.000 dölum þann 18. febrúar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Í gær

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum

Kramdi fiðrildi og sprautaði sig – Mátti þola kvalafullan dauðdaga á sjö dögum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti

Frændi meinta raðmorðingjans átti sér líka myrka fortíð – Arkitekt dauðans og presturinn frá helvíti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag

Reka hvernig áróðursherferð með tengsl við Rússland átti að grafa undan stuðningi við Úkraínu – Nota mótmæli sér í hag
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni

Kanadísk hjón gengu í gegnum „hreina martröð“ á ströndinni