fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fréttir

Hjördís María: „Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 19. febrúar 2025 09:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er raunveruleikinn að vera á leigumarkaði í dag. Við litla fjölskyldan verðum heimilislaus bráðlega.“

Þetta skrifar Hjördís María Karlsdóttir í aðsendri grein á Eyjunni. Hún er ráðalaus um hvað hún getur gert til að forða fjölskyldunni frá þessum örlögum en eins og staðan er í dag þá virðist ekkert annað koma til greina.

Fasteignafélög

Hjördís María gagnrýnir vinnubrögð fasteignafélaga sem kaupa heilu blokkirnar, aðeins til að leigja þær út í ár og selja svo aftur, og þurfa þá leigjendur að finna annan samanstað.

„Fasteignafélög eru […] vandamál Íslands, tökum sem dæmi, ónefnt fasteignafélag úti á landi keypti upp nýbyggingu, leigði nokkrar íbúðir til barnafjölskyldna og svo hendir þeim út, einni fjölskyldu í einu,“ segir hún.

„Nú er komið að okkar fjölskyldu, við erum með þriggja mánaða strák og þrjá ketti og þau ætla að henda okkur út, vitandi að ekkert er húsnæðið í bæjarfélaginu okkar sem til dæmis leyfir dýr.“

„Þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn“

Hjördís María segir að fólk hefur gefið þeim ýmis ráð, eins og að þau ættu bara að kaupa eigið húsnæði. „En staðan er þannig við erum að borga gamlar skuldir sem fóru fram yfir á tíma sem gerir okkur ekki kleift að kaupa, þannig við verðum að reiða okkur á leigumarkaðinn og þess vegna verðum við heimilislaus á næstu mánuðum með lítið barn og þrjár yndislegar læður,“ segir hún.

„Þá segir fólk við okkur: „Hey, þá getið þið flutt inn á fjölskylduna þannig þið verðið ekki heimilislaus,” og reyna að kenna okkur hluti eins og: „Heimilisleysi er raunverulegt vandamál og þið eruð ekki heimilislaus því þið eigið fjölskyldu.“

Við viljum ekki flytja inn á fjölskylduna okkar með lítinn þriggja mánaða strák því eitthvað fasteignafélag sem á íbúðina sem við erum í er að henda okkur út, við ættum að getað fundið húsnæði sem hentar okkur án þess að vera hrædd við að vera hent út með lítið barn, og við erum ekki eina fjölskyldan sem hafa lent í því að lenda á götunni, það er fólk að lenda í nákvæmlega sömu aðstæðum og við.“

Langir biðlistar

Hjördís María nefnir næst íbúðafélögin og segir að biðlistarnir séu langir, en þau eru meðal þeirra ótal mörgu á lista.

„Sum íbúðafélög misnota aðstæður sínar og nota neyð einstaklinga sem eru að leita að húsnæði og láta einstakling borga allt of mikið til að vera á einhverjum biðlista, þannig á þetta ekki að vera, mér finnst að íbúðafélög ættu að vera með eitt verð fyrir að vera á biðlista,“ segir hún.

„Þetta er raunveruleikinn að vera á leigumarkaði í dag. Við litla fjölskyldan verðum heimilislaus bráðlega. Við höfum ekki rétt á félagsíbúð því erum talin of tekjuhá. Við erum mjög neðarlega á biðlista hjá íbúafélögum. Við getum ekki keypt íbúð fyrr en eftir sirka ár eða tvö.“

Hjördís María skorar á ríkisstjórnina. „Ég skora á nýju valkyrju ríkisstjórnina að reyna finna fjármagn til að hjálpa fólki eins og okkur. Ég skora á valkyrjurnar okkar að hjálpa fátækum og finna lausn á fátækt.“

Lestu pistil Hjördísar í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“

Sakar Jón Steinar um að dreifa slúðri um Flokk fólksins – „Hefur þú enga sómatilfinningu herra dómari?“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“

Fjörugar athugasemdir eftir kvörtun miðborgarbúa vegna hávaða, hrópa og úrgangslosunar – „Costco er bæði með partýbleyjur og poka“
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“

Vilhjálmur: „Af hverju taka stjórnvöld ekki á þessari græðgi bankanna?“
Fréttir
Í gær

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri

Gagnrýnir „dapurleg“ ummæli Jóns Péturs: Sagðist ætla að setja húsið á sölu ef Heiða Björg yrði borgarstjóri