Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, er sagður á blaði hjá stórliði Real Madrid á Spáni. Daily Mail segir frá.
Ekki er víst hvort Carlo Ancelotti verði stjóri Real Madrid á næstu leiktíð og er félagið farið að skoða mögulega arftaka hans.
Xabi Alonso, fyrrum leikmaður liðsins og stjóri Þýskalandsmeistara Bayer Leverkusen, hefur lengi verið talinn efstur á blaði í spænsku höfðuborginni. Hjá þýska félaginu eru menn þó sagðir bjartsýnir á að halda honum.
Real Madrid þarf því að skoða fleiri kosti og samkvæmt þessum fréttum er Iraola einn af þeim.
Iraola tók við Bournemouth fyrir síðustu leitkíð og hefur gert frábæra hluti. Er hann með liðið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar sem stendur.