Albert Guðmundsson verður frá í mánuð, mögulega einn og hálfan, samkvæmt fréttum frá Ítalíu.
Albert meiddist í 0-2 tapi Fiorentina gegn Como um helgina, en kappinn hefur töluvert glímt við meiðsli á tímabilinu.
Næstu landsleikir Íslands eru eftir mánuð, umspilsleikir í Þjóðadeildinni gegn Kósóvó. Það er því ljóst að Albert er í kapphlaupi við tímann að ná þeim leikjum.
Albert hefur skorað fimm mörk fyrir Fiorentina á leiktíðinni, en hann kom til liðsins frá Genoa fyrir tímabil.