Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að mæðginin hefðu verið kyrt, líklega með rafmagnssnúru eða kaðli.
Enginn hefur verið ákærður fyrir málið fram að þessu en nú er Abdulmalik Husain, sem er 68 ára, í haldi lögreglunnar vegna málsins og er reiknað með að ákæra verði gefin út á hendur honum fyrir morðin. Hann hét áður Louis Walker. Grunur lögreglunnar hafði lengi beinst að honum en ekki voru nægar sannanir fyrir hendi til að handtaka hann eða ákæra.
CNN segir að þegar gæsluvarðhaldskrafa lögreglunnar yfir Abdulmalik var tekin fyrir í síðustu viku hafi talsmaður lögreglunnar sagt að um „viðbjóðslegan“ glæp hafi verið að ræða og að málið hafi alla tíð verið til rannsóknar.
Abdulmalik og Deroshia kynntust 1975 og voru kunningjar en áttu ekki í ástarsambandi að sögn lögreglunnar.
Ákveðinn áfangi náðist í rannsókn málsins 2004 þegar Abdulmali var handtekinn í Colorado fyrir innbrot. Lífsýni var tekið úr honum og upplýsingar um DNA hans skráðar í gagnagrunn, sem er fyrir lögregluna í öllum Bandaríkjunum, þar sem upplýsingar um dæmda glæpamenn eru skráðar, handtökur og upplýsingar um glæpavettvanga.
DNA úr honum reyndist passa við DNA sem fannst á morðvettvanginum 1979 og var hann handtekinn, grunaður um að hafa myrt mæðginin.
En vegna tæknilegra mistaka hjá saksóknara í Douglas County var málinu vísað frá og Abdulmali var sleppt úr haldi. Ekki var hægt að handtaka hann aftur vegna málsins nema ný sönnunargögn fyndust.
Á grunni nýrrar tækni við DNA-rannsóknir voru lífsýnin rannsökuð á nýjan leik 2021 og fundust þá nægilega sterkar sannanir sem tengdu Abdulmali við morðin. Hann var síðan loks handtekin í síðustu viku.