fbpx
Laugardagur 22.febrúar 2025
433Sport

Enskur blaðamaður ræðir Arnór – „Að lokum voru þetta vonbrigði“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 14:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskur blaðamaður segir að Arnór Sigurðsson hafi líkamlega ekki ráðið við ensku Championship-deildina. Íslenski landsliðsmaðurinn hefur yfirgefið félagið og er á leið til Malmö í Svíþjóð.

Arnór hafði verið hjá Blackburn í um eitt og hálft ár en hann var ekki skráður í leikmannahóp liðsins það sem eftir lifir þessa tímabils. Var honum tjáð það eftir að félagaskiptaglugganum var lokað og því settur í afar vonda stöðu, eins og hann sagði sjálfur. Arnór hafði verið að glíma við meiðsli en átti brátt að snúa aftur á völlinn.

„Að lokum voru þetta vonbrigði heilt yfir. Hann byrjaði mjög vel og margir voru spenntir fyrir þessum skiptum. Hann skoraði í fyrsta leik gegn Ipswich og leit út fyrir að hann yrði frábær leikmaður fyrir Blackburn. Því miður fataðist honum flugið þegar leið á tímabilið,“ segir Elliot Jackson, blaðamaður staðarmiðilsins Lancashire Telegraph, við sænska miðilinn Fotbollskanalen.

„Tæknilega séð var hann meira en nógu góður. Þetta var aðallega líkamlegt, hraðinn í leiknum hér gerði líkama hans ekki gott,“ sagði hann enn fremur um Arnór, sem glímdi töluvert við meiðsli á tíma sínum hjá Blackburn.

Jackson tekur undir að það hafi verið erfið staða að setja leikmanninn í að hafa hann utan hóps seinni hluta leiktíðar og láta hann vita svo seint.

„Satt best að segja held ég að þetta hafi ekki verið góð staða að setja leikmanninn í en svona hlutir gerast. Kannski sá félagið ekki fram á að hann myndi spila meira á tímabilinu og því hafi þetta verið rétt.“

Fleiri félög í Svíþjóð, sem og í Danmörku, vildu Arnór sem er hins vegar að ganga í raðir Svíþjóðarmeistara Malmö.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar

Þrír stórir sem fara líklega frá City í sumar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?

Feðgarnir sátu saman og ræddu málin – Gæti Haaland sameinast Mbappe á Spáni?
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United

Drátturinn í Evrópudeildinni – Orri Steinn mætir Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag

Mikilvægur leikur hjá landsliðinu í Sviss í dag
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrafnarnir hans Óskars fljúga hátt – Sjáðu glæsileg mörk þegar liðið slátraði Leikni í vikunni

Hrafnarnir hans Óskars fljúga hátt – Sjáðu glæsileg mörk þegar liðið slátraði Leikni í vikunni
433Sport
Í gær

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát

Skítleg framkoma starfsmanna United dregin fram í sviðsljósið – Hringdu í ættingja tveimur dögum eftir andlát