Héraðssaksóknari hefur ákært 39 ára gamlan Íslending fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot.
Maðurinn kom hingað til lands með flugi frá London með millilendingu á Tenerife, föstudaginn 17. nóvember árið 2023. Í farangri hans fannst mikið magn af svefnlyfjum, róandi lyfjum og ópíóðum. Nánar til tekið fundust eftirfarandi lyf í farangri mannsins: 167 stykki af Metylfenidat Actavis, 587 g af Stilnoct, 674 stykki af Zopiklon Mylan, 80 stykki af Metyl Fenidat Actavis, 90 stykki af Metylfenidat Actavis, 42 stykki af OxyContin, 52 stykki af Tafil og 207 stykki af 60 mg Medikinet.
Lyfin voru ætluð til dreifingar hér á landi í ágóðaskyni.
Málið gegn manninum var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, mánudag.