Meðfylgjandi myndband sýnir þegar vélin kom til lendingar en eins og sést lenti hún býsna harkalega og endaði vængjalaus á hvolfi. Töluverður eldur blossaði upp í kjölfar slyssins.
Sjá einnig: Flugvél vængjalaus og á hvolfi eftir brotlendingu í Toronto
76 farþegar voru um borð í vélinni og fjögurra manna áhöfn en í gærkvöldi var greint frá því að fimmtán farþegar hefðu slasast, þar af þrír alvarlega. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en veður var slæmt á vettvangi og hafði flugferðum verið aflýst fyrr um daginn. Vélin sem um ræðir er af gerðinni Bombardier CR900.
CNN ræddi í gær við John Nelson, farþega um borð í vélinni, sem rifjaði upp að lendingin hafi verið mjög harkaleg. Vélin hafi farið á hliðina og svo á hvolf áður en hún staðnæmdist. „Við tókum eftir því að það var mjög mikill vindur á flugvellinum og snjórinn hafði fokið yfir flugbrautina. Þannig að maður sá að ástandið var varasamt þegar við komum til lendingar.“
Meðfylgjandi eru myndbönd sem birtust á vef Mail Online í morgun.
Hér má sjá myndband sem farþegi í vélinni tók eftir slysið: