fbpx
Miðvikudagur 16.apríl 2025
Fréttir

Mogginn svarar fyrir sig og sendir Heimi Má pillu: „Næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 08:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Staksteinahöfundur Morgunblaðsins sendir Heimi Má Péturssyni, nýráðnum framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa Flokks fólksins, pillu í dag.

Heimir Már er í hópi reynslumestu fréttamanna landsins og er kunnuglegt andlit á skjám landsmanna eftir farsælan feril á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Í staksteinum er viðtal sem Heimir veitti mbl.is á dögunum, eftir að tilkynnt var um ráðningu hans, rifjað upp en í því sagðist hann ekki hafa komið „nálægt almennu stjórnmálavafstri“ síðan hann hætti hjá Alþýðubandalaginu, hvar hann var framkvæmdastjóri um tíma, eða til ársins 1999.

„Þarna brest­ur Heimi Má minni – eða vill gleyma, sem væri skilj­an­legt – en hann tók þátt í próf­kjöri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar árið 2003 og var í fram­boði fyr­ir flokk­inn það ár líkt og árið 1999,“ segir staksteinahöfundur Morgunblaðsins og heldur áfram:

„Það sem meira er, og ætti að vera enn erfiðara að gleyma, er að hann bauð sig fram til vara­for­manns í Sam­fylk­ing­unni árið 2005, en hafði ekki er­indi sem erfiði. Þetta ekki-„stjórnmálavafstur“ Heim­is Más á ár­un­um 1999 til 2005, og jafn­vel leng­ur ef grannt væri gáð, skilaði ekki mikl­um afrakstri en nú geng­ur hann sem sagt í end­ur­nýj­un lífdaga og á mikla mögu­leika í nýj­um fé­lags­skap,” segir enn fremur og endar pistillinn á þessu skoti:

„Hann hef­ur raun­ar þegar hafið störf með því að út­skýra fyr­ir al­menn­ingi að ekk­ert hafi verið að fjár­mál­um Flokks fólks­ins. Með slíka önd­veg­is­byrj­un er næsta víst að hann og Inga Sæ­land munu eiga góða daga sam­an í gef­andi og upp­byggi­legu sam­starfi.“

Eins og DV greindi frá í gær var eitt af fyrstu verkum Heimis Más sem framkvæmdastjóri Flokks fólksins að gagnrýna fréttaflutning Morgunblaðsins af hinu svokallaða styrkjamáli sem varðaði einmitt Flokk fólksins og raunar fleiri flokka.

Í grein sem hann skrifaði á Vísi um helgina sagði hann að eftir að Flokkur fólksins fór í samstarf með Viðreisn og Samfylkingu eftir kosningarnar í lok nóvember hafi „eiturpennar á Mogganum án alls siðgæðis sem einkennir góða blaðamennsku“ farið á stjá. Má segja að Morgunblaðið sé í dag að svara fyrir þessa gagnrýni Heimis um liðna helgi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“

Pirringur vegna rafhlaupahjóla – „Moka inn sektum meðan þetta liggur einsog hráviði um alla borg“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins

Segir að Ragnar Þór sé kominn í „dauðasætið“ á síðum Morgunblaðsins
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður

Harmleikurinn í Garðabæ: Eiginkonan hringdi í Neyðarlínuna eftir að maðurinn hneig niður
Fréttir
Í gær

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum

Segir of seint að ráða Zelenskyy af dögum
Fréttir
Í gær

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“

„Sonur minn er ekki bara to do listi sem þarf að tikka í til að hægt sé að segja að lögum og reglum hafi verið fylgt“
Fréttir
Í gær

Hélt konu í heljargreipum heimilisofbeldis

Hélt konu í heljargreipum heimilisofbeldis