Á vef Allrecipes er að finna góð ráð um hvernig er hægt að þrífa skúffurnar og plöturnar á einfaldan en áhrifaríkan hátt. Hér er eitt þeirra.
Lyftiduft og edik – Náttúrleg lausn
Eitt áhrifaríkasta ráðið er að blanda lyftidufti og ediki saman því það kemur að góðu gagni við að leysa fastbrennda drullu.
Það á að fylla vaski af heitu vatni og bæta hálfum bolla af lyftidufti og hálfum bolla af ediki út í vatnið. Platan eða skúffan er látin liggja í bleyti í 30 til 60 mínútur. Síðan er hún skrúbbuð með svampi og það á að nota hringlaga hreyfingar til að draga úr líkunum á að rispur myndist. Að lokum á að þvo plötuna eða skúffuna með sápu og vatni og þurrka að því loknu.