Þegar kaffi kólnar þá verður náttúruleg oxun í arómatísku olíunum í því og það getur gert að verkum að kaffið verður bitrara og bragðið flatara. Þegar það er hitað aftur, þá styrkist bitra bragðið því hitinn brýtur sum af bragðefnunum niður en þau harðgerðari, venjulega þau bitru og súru, hverfa ekki.
Ef þú vilt hita kaffið upp, þá er fljótlegast að gera það í örbylgjuofni. Sá galli er þó á því að það getur gert að verkum að upphitunin verður ójöfn og hluti þessu verður sjóðheitur en aðrir hlutar bara volgir.
Það er betra að hita það upp í potti við lágan hita til að það sjóði ekki.
En það er auðvitað langbest að hella kaffinu í hitakönnu áður en það kólnar og sleppa þannig við að þurfa að hita það upp.