Sem betur fer lifa margir krabbamein af en því miður endar það ekki alltaf þannig.
Það er kostur að krabbameinið uppgötvist snemma því það eykur líkurnar á að meðferðin við því beri árangur.
Af þessum sökum er mjög mikilvægt að vera vakandi fyrir einkennum sem geta bent til að um krabbamein sé að ræða. Mörg einkenni krabbameins eru vel þekkt en það eru einnig til mun minna þekkt einkenni.
„Að hunsa þau, getur seinkað mikilvægri greiningu. Veittu því athygli hvað líkaminn er að segja þér,“ sagði krabbameinslæknirinn Juliano Cé Coelho í færslu á samfélagsmiðlum og sagði síðan frá fimm einkennum krabbameins sem ekki má hunsa.
Þessi einkenni eru:
Óútskýrt þyngdartap.
Mjög mikil þreyta.
Breytingar á húðinni, til dæmis blettir, sár sem gróa ekki eða dekkri húð.
Óvenjuleg blæðing, til dæmis ef blóð kemur upp með hósta, blóð í hægðum eða þvagi.
Viðvarandi verkir.
Ef þú upplifir eitt eða fleiri af þessum einkennum, þá er mikilvægt að panta strax tíma hjá lækni.