fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Pressan
Laugardaginn 22. febrúar 2025 22:00

Drengurinn gengur að hús nágrannans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndirnar úr dyrasímanum eru óskýrar en samt sem áður nægilega skýrar til að maður sjái grindhoraðan dreng sem er í nærbuxum, víðri skyrtu og sokkum. Hann gengur óstyrkum fótum að dyrasímanum og hringir en enginn svarar. Eftir smá stund snýr hann sér við til að ganga á brott en þá opnast dyrnar skyndilega.

„Já?“ spyr húsráðandinn og drengurinn stoppar og snýr sér við.

„Hæ, ég var að spá hvort þú gætir gert mér tvo greiða . . . Getur þú hjálpað mér að komast á næstu lögreglustöð? Eða bara einn greiða, það er fínt,“ stamar drengurinn.

„Hvað er í gangi? Komdu og sestu hér,“ segir húsráðandinn.

Drengurinn gengur að hús nágrannans.

 

 

 

 

 

Þegar hann sér leifar af límbandi um ökkla og úlnliði drengsins áttar hann sig á alvarleika málsins og hringir í neyðarnúmerið 911.

„12 ára drengur birtist á tröppunum hjá mér og biður um hjálp. Hann segist koma frá næsta húsi. Hann er grindhoraður, hann er með límband um ökklana og hann er svangur og þyrstur,“ segir húsráðandinn við neyðarvörðinn og brestur síðan í grát: „Hann er með límband um báða ökklana. Ég held að það séu miklar líkur á að honum hafi . . . Honum hafi verið haldið innilokuðum. Hann er . . . þakinn sárum.“

Þetta gerðist klukkan 10.46 þann 30. ágúst 2023 í bænum Ivins í Utah í Bandaríkjunum.

Þegar lögreglan kom að húsinu 15 mínútum síðar sáu lögreglumennirnir mjög vannærðan 12 ára dreng sem glímdi einnig við mikinn vökvaskort. Þeir kölluðu strax eftir sjúkrabíl og var drengurinn strax fluttur á sjúkrahús.

Þegar lögreglumennirnir rannsökuðu húsið, sem drengurinn hafði flúið úr, fundi þeir níu ára systur hans, sem var hrikalega vannærð, sitjandi í skáp. Það tók lögreglumennina fjórar klukkustundir að vinna traust stúlkunnar og fá hana með út úr húsinu og á sjúkrahús. People skýrir frá þessu.

YouTube-stjarnan

Í húsinu bjó YouTube-stjarnan Ruby Franke ásamt Jodi Hildebrandt og börnunum tveimur. Ruby var áhrifavaldur og hafði öðlast miklar vinsældir á YouTuberás sinni, 8 Passengers, þar sem hún veitti foreldrum ráð um uppeldi barna.

Ruby Franke.

 

 

 

 

 

En Ruby var svo sannarlega ekki góður uppalandi og hefur játað að hafa beitt börnin sín grófu ofbeldi. Hún var dæmd í 60 ára fangelsi. Jodi var einnig dæmd í 60 ára fangelsi en hún ráðlagði fólki um uppeldi barna og andlegt heilbrigði á samfélagsmiðlum. Jodi átti húsið sem fyrrgreindum dreng tókst að flýja úr.

Nýjar upplýsingar

Nú eru nýjar upplýsingar komnar fram um umdeildar og hrottalegar uppeldisaðferðir Ruby og Jodi. Þær setur elsta dóttir Ruby, Shari Franke, fram í bókinni „Hús móður minnar“.

Shari, sem er 21 árs, lýsir því í bókinni hvernig hún og fimm yngri systkini hennar, voru strax á unga aldri neydd til að laga sig að miklum skapsveiflum Ruby og narsissískum tilhneigingum hennar.

„Allt undir óhömdum eldmóði gerði Ruby brjálaða. Bara vísbendingum óánægju í andlitssvip mínum og högg! Það skipti engu hversu mikið ég barðist um, óháð hversu góðum árangri ég náði eða sýndi, það var aldrei nóg. Það voru alltaf ný markmið og standardar sem maður varð að ná,“ segir Shari í bók sinni að sögn The Guardian.

Shari og Ruby Franke

 

 

 

 

 

 

Hún lýsir því hvernig Ruby lamdi handleggi hennar, reif í hár hennar og lamdi fast á varirnar.

Shari hélt að þetta væru venjulegar uppeldisaðferðir allt þar til hún deildi sögu sinni með öðrum.

Hún segir að börnin hafi séð bestu hliðar Ruby þegar hún var að taka upp óteljandi uppeldismyndbönd sín fyrir YouTube.

Hin falska Ruby Franke var besta útgáfan af Ruby Franke.

„Maður sá góðu hliðar hennar á YouTube. Það var besta útgáfan af Ruby sem ég sá. Ég lærði fljótt að ef ég þurfti að biðja um eitthvað, varð ég að gera það þegar hún var að taka upp, því hún vildi láta líta út fyrir að hún væri góð móðir . . . Fallega útgáfan af henni var sú mest sviðsetta, mest leikna,“ segir Shari um móður sína.

Hótanir og refsing

Ruby byrjaði með YouTuberás sína 2015. Þar birti hún myndbönd af börnum sínum í heimakennslu, matseld og heimilislífinu en fjölskyldan tilheyrði mormónakirkjunni.

Myndböndin slógu fljótlega í gegn og ekki leið á löngu þar til Ruby var kominn með tvær milljónir fylgjenda á YouTube.

Eftir því sem á leið, beindi Ruby sjónunum sífellt meira að strangara uppeldi í myndböndum sínum. Hún hótaði til dæmis yngstu dótturinni að klippa hausinn af tuskudýri í refsingarskyni fyrir að dóttir hafði verið óþekk.

Stúlkan fannst í skáp.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ruby neitaði börnunum reglulega um mat. Þessu beitti hún oft sem refsingu ef börnin gerðu ekki það sem hún sagði.

Hún neyddi son sinn til að gera armlyftur fyrir framan upptökuvél þegar hann gleymdi að setja óhreina sokka sína í þvottastampinn.

Lokaði augunum fyrir vanrækslunni

Í bókinni segir Shari að faðir barnanna, Kevin Franke, hafi í upphafi séð um að vinna fyrir fjölskyldunni en hafi að lokum aðeins verið skugginn af sér sjálfum. Þessi þróun átti sér stað í takt við vaxandi vinsældir Ruby og vaxandi fjárhagslegs sjálfstæðis hennar.

Kevin sætti sig við aðferðir og lífsstíl Ruby. Aðgerðaleysi hans reyndist afdrifaríkt því Ruby fékk frjálsar hendur til að misþyrma börnunum sínum fyrir fram upptökuvélarnar.

Shari segir að í þessu felist ákveðin kaldhæðni, því Kevin starfaði sem prófessor með jarðskjálfta sem sérgrein. Markmið hans var að gera heiminn að öruggari stað á sama tíma og hann lokaði augunum fyrir kerfisbundinni vanrækslu Ruby á börnunum og misþyrmingum hennar.

Shari lýsir því einnig í bókinni hvernig Ruby og Jodi kynntust. Það gerðist eftir að næsta elsta barni hjónanna, Chad, var sparkað úr mormónaskóla af því að hann var orðinn „truflandi“.

Á þessum tíma rak Jodi, sem var andlegur þjálfari og YouTubari, þáttinn ConneXion, sem gat að sögn Jodi, hjálpað fólki við að glíma við allt frá klámfíkne til „truflandi hugsana“.

Ruby réði Jodi til að vinna með Chad. Endurhæfing hans kostaði sem nemur um tveimur milljónum íslenskra króna. Hún fór fram í afskekktri milljónavillu hennar í bænum Ivins.

Í dómsskjölum er húsinu lýst sem „byggingu með flóttaherbergi“ þar sem lögreglan fann handjárn, reipi og aðra hluti sem er hægt að nota til að refsa fólki.

Það var einmitt úr þessu húsi sem 12 ára sonur Ruby náði að flýja í ágúst 2023.

Ruby og Jodi fóru fljótlega að laðast að hvor annarri og fóru að stunda viðskipti saman á YouTube þar sem þær ráðlögðu fólki um uppeldi barna, lífsstíl og andlega vellíðan. Eftir því sem Shari segir, þá náði samband þeirra hámarki þegar Jodi og Ruby hófu „leynilegt kynferðislegt samband“.

Endalokin

Smám saman urðu börnin að tilraunadýrum fyrir sífellt öfgafyllri og harðhentari uppeldisaðferðir Ruby og Jodi.

Í maí 2020 gerðist svolítið sem skipti miklu máli. Ruby birti þá myndband þar sem Chad sagði að hann hefði verið látinn sofa í grjónastól í sjö mánuði í refsingarskyni fyrir að telja 12 ára bróður sínum trú um að fjölskyldan ætlaði að fara í Disneyland en það stóð ekki til.

Í kjölfar birtingu myndbandsins breyttist stemmningin meðal fylgjenda Ruby, þeir töldu hana hafa farið langt yfir strikið með þessu. Þetta var ekki strangt uppeldi, þetta var ekkert annað en ofbeldi var mat fólks.

Shari segir að þetta eina myndbandi hafi lagt YouTube-rásina í rúst á einni nóttu og hafi kostað fjölskylduna 90% af tekjum hennar.

Mörg hundruð þúsund áskrifendur sögðu skilið við rásina og þau fyrirtæki, sem höfðu verið áköfust í að tengjast hinni fullkomnu fjölskyldumynd, höfðu hraðar hendur við að taka afstöðu frá Ruby og uppeldisaðferðum hennar.

Skaðinn var skeður og eftir þetta lá leiðin bara niður á við fyrir Ruby og Jodi.

„Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Ruby lokaði YouTuberásinni 2022 og þrátt fyrir að hún hefði reynt að bjarga því sem eftir var af arðvænum viðskiptum hennar á Instagram, varð hún að horfast í augu við notendurnri höfðu snúið baki við henni.

Í réttarhöldunum yfir Ruby og Jodi, sagði saksóknarinn að 9 ára dóttir Ruby og 12 ára sonur hennar, hefðu búið við  hefðu búið við aðstæður eins og í „útrýmingarbúðum“ og að Ruby væri ógn við samfélagið. „Börnunum var reglulega neitað um mat, vatn, rúm að sofa í og í raun alla afþreyingu,“ sagði saksóknarinn.

Einnig kom fram að börnin voru látin standa berfætt á sjóðandi heitri steypu og að Ruby hefði ítrekað neytt dætur sínar til að hoppa á kaktus.

BBC segir að tárvot Ruby hafi beðist afsökunar þegar dómurinn yfir henni var kveðinn upp í febrúar á síðasta ári. Hún sagði að Jodi hafi borið mesta ábyrgð á stöðunni.

„Ég var svo ringluð að myrkrið varð að ljósi, og rétt varð rangt,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Í gær

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli