fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 16:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítt þekktur verkur, sem herjar á 1 af hverjum 100, er orsök mesta sársaukans sem hægt er að finna fyrir.

Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að klasahöfuðverkur sé það sem veldur mestum sársauka. Þessi tegund höfuðverkjar getur varað í nokkrar klukkustundir samfleytt  og getur lagst á fólk nokkrum sinnum á dag. Venjulega verkjalyf vinna ekki á þessari tegund höfuðverks. Daily Mail skýrir frá þessu.

Í rannsókninni, sem er bandarísk, kemur fram að klasahöfuðverkur valdi meiri sársauka en verkir við barnsburð, af völdum byssuskots eða beinbrots.

1.604 klasahöfuðverkssjúklingar voru beðnir um að bera verkinn, sem fylgir slíku höfuðverkjarkasti, saman við rúmlega tug sársaukafullra meiðsla og annars sem þeir höfðu upplifað, þar á meðal stungusár og hjartaáfall.

Barnsburður þótti valda næstmesta sársaukanum og brisbólga þriðja mesta.

Þátttakendurnir voru beðnir um að gefa verkjunum einkunn á bilinu 1 til 10. Það kom vísindamönnunum á óvart að barnsburður fékk „aðeins“ 7,2 í einkunn að meðaltali.

Þeir sem höfðu verið svo óheppnir að hafa verið skotnir, gáfu sársaukanum af þeim völdum 6 í einkunn að meðaltali.

Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Headache.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út