Þetta er niðurstaða nýrrar rannsóknar. Í henni kemur fram að klasahöfuðverkur sé það sem veldur mestum sársauka. Þessi tegund höfuðverkjar getur varað í nokkrar klukkustundir samfleytt og getur lagst á fólk nokkrum sinnum á dag. Venjulega verkjalyf vinna ekki á þessari tegund höfuðverks. Daily Mail skýrir frá þessu.
Í rannsókninni, sem er bandarísk, kemur fram að klasahöfuðverkur valdi meiri sársauka en verkir við barnsburð, af völdum byssuskots eða beinbrots.
1.604 klasahöfuðverkssjúklingar voru beðnir um að bera verkinn, sem fylgir slíku höfuðverkjarkasti, saman við rúmlega tug sársaukafullra meiðsla og annars sem þeir höfðu upplifað, þar á meðal stungusár og hjartaáfall.
Barnsburður þótti valda næstmesta sársaukanum og brisbólga þriðja mesta.
Þátttakendurnir voru beðnir um að gefa verkjunum einkunn á bilinu 1 til 10. Það kom vísindamönnunum á óvart að barnsburður fékk „aðeins“ 7,2 í einkunn að meðaltali.
Þeir sem höfðu verið svo óheppnir að hafa verið skotnir, gáfu sársaukanum af þeim völdum 6 í einkunn að meðaltali.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Headache.