fbpx
Þriðjudagur 18.febrúar 2025
Fréttir

Þrátt fyrir mikið mannfall og refsiaðgerðir styðja Rússar enn stríðsreksturinn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. febrúar 2025 07:00

Herkvaðningu var mótmælt víða í Rússlandi haustið 2022. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskur almenningur styður enn stríðsreksturinn í Úkraínu þrátt fyrir refsiaðgerðir Vesturlanda, mikið mannfall, fréttir um stríðsglæpi og drónaárásir Úkraínumanna víða í landinu. En í raun og veru er frekar um afskiptaleysi að ræða en ákefð.

Þetta er mat sérfræðings sem segir að dæmið geti snúist við á þessu ári. Sérfræðingurinn, Karolina Hind sem stýrir Rússlandsdeild bandarísku hugveitunnar Institute for the Study of War, segir að ef mark sé tekið á upplýsingum rússneskra yfirvalda, sem maður eigi nú yfirleitt ekki að gera, þá sé enn mikill stuðningur meðal landsmanna við stríðsreksturinn í Úkraínu. Hún segir að það sé stórt „ef“ í þessu öllu saman og þetta „ef“ bendi til að 2025 verði erfitt ár fyrir Pútín.

Hún segir að taka verði tölum frá rússneskum yfirvöldum með fyrirvara en hins vegar sýni óháðari kannanir, til dæmis þær sem Levada gerir, að ekki hafi dregið mikið úr stuðningi við stríðsreksturinn.

Hún segir að ákveðið sinnuleysi hafi ríkt meðal rússnesku þjóðarinnar varðandi stríðið allt frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Meirihluta Rússa telji að stríðið komi þeim ekki við, það sé því ekki um beinan stuðning við stríðið að ræða, þetta sé frekar afskiptaleysi.

En hún segir einnig að þessi tími geti hugsanlega heyrt sögunni til fljótlega því stríðið sé farið að setja mark sitt á rússneskt samfélag. „Við getum sagt að meirihluti Rússa líður þannig að svo lengi sem stríðið snertir þá ekki, þá er þeim sama. Pútín hefur tekist vel að halda stríðinu einangruðu svo það snerti ekki þá sem búa í Moskvu eða Sankti Pétursborg. En geta hans til að gera þetta hafi farið þverrandi með tímanum,“ segir hún að sögn Jótlandspóstsins.

Hún bendir á að útlitið sé ekki gott fyrir rússneskt efnahagslíf, hagkerfið sé að ofhitna. Þá komi margir þeirra, sem hafa verið kvaddir í herinn, heim í líkpokum eða á hækjum. Einnig hafi Úkraínumönnum tekist að flytja ófriðinn inn á rússneskt land með innrásinni í Kúrsk.

„Mat mitt er að á þessu ári verði sá vendipunktur að það verður sífellt erfiðara fyrir Kreml að halda fram þeirri glansmynd að „allt gangi vel og stríðið, eða hin sérstaka hernaðaraðgerð, snerti þig ekki“,“ segir hún og bendir á að sá tími muni renna upp að fleiri komi heim í líkpokum en hægt sé að fá til að ganga til liðs við herinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af

Myndband sýnir augnablikið þegar flugvél Delta brotlenti – Ótrúlegt að allir hafi lifað slysið af
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump

Segir að Pútín gleðjist yfir taktík Trump
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“
Fréttir
Í gær

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir

Fleiri fylgjandi vegtollum en á móti í fyrsta sinn – Framsóknarmenn hrifnastir