fbpx
Föstudagur 21.febrúar 2025
Fókus

Eiríkur Örn varar menntaskólakennara landsins eindregið við

Fókus
Mánudaginn 17. febrúar 2025 17:30

Eiríkur Örn Norðdahl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur beinir þeim eindregnum viðvörunarorðum til menntaskólakennara landsins og annarra sem starfa við fræðslu að vara sig á því að búið er að breyta vefslóð menningarvefsins Starafugls, sem hann ritstýrði, en gamla vefslóðin hefur verið tekin yfir af aðilum sem ekki er hægt að segja að séu að bjóða upp á mjög menningarlegt efni.

Eiríkur skrifar í færslu á Facebook:

„Athugið kæru vinir Starafugls. Á dögunum fór ég í harðvítugar sparnaðaraðgerðir og sagði upp léninu starafugl-punktur-is, sem nú hefur verið keypt af einhverjum útlendum klámkóngum sem birta þar nú sitt eigið menningarefni, ívið sjónrænna en það sem þar var fyrir. Gamla efnið er enn á netinu en nú á starafugl.norddahl.org. Sérstaklega vil ég beina því til menntaskólakennara og annarra landsins fræðara að uppfæra hlekkina í glærum sínum áður en frekari glundroði hefst af. Með innvirðulegum kveðjum frá uppgjafaritstjóra.“

Starafugl var starfræktur á árunum 2014-2020. Á vefnum var birt margs konar efni tengt menningu og listum, t.d. fréttir, gagnrýni, viðtöl og greinar en einnig voru birt frumsamin ljóð sem fólk gat sent inn.

Þótt vefurinn hafi ekki verið starfræktur í 5 ár er allt efnið enn aðgengilegt, á nýju vefslóðinni, en það er ekki óalgengt að þegar hætt er að uppfæra vefi að efnið sem þar er hverfi alfarið úr netheimum og verði engum aðgengilegt. Það hlýtur því að teljast kennurum, nemendum, áhugamönnum og fræðimönnum ánægjuefni að þetta hafa ekki orðið örlög Starafugls.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt lag frá KALEO
Fókus
Í gær

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist

Einbýlishús í stíl Astrid Lindgren á 14,9 milljónir í 101 – Ekki er allt sem sýnist
Fókus
Í gær

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu

Sara þjálfari segir að svona geturðu náð sturluðum árangri – Meira af þessu og minna af þessu
Fókus
Í gær

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“

Dagur hefur ítrekað greitt fyrir bensín án þess að dæla því – „Lét N1 hafa 10 þúsund kall í morgun og fór svo bara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“

Gerði upp skilnaðinn við Jóa Fel með hugvíkkandi efnum – „Traustið var auðvitað löngu farið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“

Hefndi sín á ókunnugum á Valentínusardag og hlaut mikið lof fyrir vikið – „Kærastan þín á eftir að verða brjáluð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“

„Í dag er 1 ár síðan ég ætlaði rétt að skjótast til læknis í hádeginu og endaði á sjúkrahúsi í 5 vikur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“

Ragnar Freyr læknir: „Allir þessir sjúkdómar verða verri ef svefninn er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye

Foreldrar Biöncu Censori eru með óhugnanlega kenningu um klúr uppátæki Kanye