fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Ósátt við að ekki hafi verið fundað um málið – „Þetta er grafalvarlegt“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 17. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég tel fullt til­efni til þess að hald­inn verði auka­fund­ur þótt það sé ekki búið að mynda nýj­an meiri­hluta,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í viðtali við Morgunblaðið í dag.

Marta gagnrýnir þar að ekki hafi verið fundað um stöðuna sem uppi er í Breiðholtsskóla, en fimm tólf ára drengir hafa ítrekað beitt samnemendur sína ofbeldi. Foreldrar barna hafa gagnrýnt ráðaleysi skólayfirvalda í borginni vegna málsins en fundur borgarstjórnar var felldur niður í síðustu viku þar sem ekki er búið að mynda nýjan meirihluta.

Marta bendir á í viðtalinu að ábyrgð borgarfulltrúa minnki ekki við að ekki sé búið að mynda meirihluta og venjan sé sú að funda ef brýn mál koma upp.

„Ég tel fullt til­efni til þess að hald­inn verði auka­fund­ur þótt það sé ekki búið að mynda nýj­an meiri­hluta. Við erum enn að störf­um lög­um sam­kvæmt og ef brýn mál koma upp þá er venj­an að það sé fundað. Ég vona að það verði tekið vel í það og það verði boðað til fund­ar vegna þessa máls. Þetta er grafal­var­legt og spurn­ing hvort þetta sé ekki orðið barna­vernd­ar­mál ef ekki er hægt að taka á þessu máli.“

Bendir Marta á að sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs eigi að vera að vinna í málinu en pólitískt kjörnir fulltrúar hafi ekki fengið upplýsingar um stöðu málsins.

Í annarri frétt Morgunblaðsins í dag er rætt um meirihlutaviðræðurnar og haft eftir Líf Magneudóttur, oddvita Vinstri grænna, að hún vonist til þess að viðræðurnar beri ávöxt í vikunni og nýr meirihluti verði myndaður. Ekki sé þó hægt að lofa neinu um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum

Þurfti að eyða stórfé í tannviðgerðir en fékk enga miskunn frá Skattinum
Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni

Skelfilegt heimilisofbeldi: Drengurinn reyndi að stöðva hnífaárás föður síns gegn móður sinni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta

Óhugnaður í Urriðaholti: Hafliði hrakti húsbrotsmenn á flótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa