fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Fréttir

Segir hið opinbera mesta sökudólginn með útvistun verkefna

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 15. febrúar 2025 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir íslensk fyrirtæki, rekin af íslenskum körlum, notfæra sér vinnuafl láglaunafólks til að auðgast. Vísar hún til frétta RÚV um stöðu fólks sem starfar við ræstingar í samfélagi okkar. Þeir beri þó ekki sökina einir.

Ástandið er í raun ótrúlegt, svo slæmt er það.

Þau sem starfa við ræstingar eru að stærstum meirihluta konur eða 74,4%, langflestar eru innflytjendur eða 78,2%“ segir Sólveig Anna og vísar til könnunar Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins um stöðu og lífsskilyrði fólks sem að starfar við ræstingar). 

Með því að keyra þessar konur út við líkamlega erfiðisvinnu og arðræna þær af miklum þrótti verða íslensku karlarnir ríkir. Ýmsum brögðum er beitt við hinu illu meðferð, allt frá því að lækka laun fólks um 20% með því að fá þau til að skrifa upp á illskiljanlegar (í raun óskiljanlegar) breytingar á ráðningarsamningum, til þess að láta fólk vinna á frá 170% vinnuhraða til yfir 300% vinnuhraða, sem að m.a. hefur þær afleiðingar að fólk hefur ekki tíma til að fara á salerni og þarf að hafa þvaglát í vinnu-bílnum, í fötu eða flösku eins og fram kom í kvöldfréttum RÚV í gær (á meðan að íslendingar eru uppteknir við að hugsa um hvað Jeff Bezoz sé vondur við starfsfólk Amazon er þetta að gerast á eyjunni okkar). Og svo er hinum „gömlu góðu“ aðferðum sem brúkaðar eru á íslenskum vinnumarkaði að sjálfsögðu einnig beitt: Ólögmætar uppsagnir ef að fólk dirfist að verða veikt, orlofs og desember-uppbætur ekki greiddar og laun „vangoldin“ en það er auðvitað ekkert annað en þjófnaður. Svo mætti áfram telja.“

Hið opinbera beri mestu sökina 

Sólveig Anna segir í færslu á Faceook hina íslensku kapítalista ekki bera sökina einir. Þeir sem beri helst sökina séu þér sem hafi gert þeim kleift að gera það sem kapítalisminn býður þeim að gera; finna aðferðir til að hagnast á vinnu annara. 

„Helsti sökudólgurinn, sá sem að útbúið hefur kerfið með þessum hætti, að konur skuli keyra sig út við hefðbundin kvennastörf á útsölumarkaði atvinnulífsins, er Hið opinbera. Ríki og sveitarfélög. Þau hafa útvistað störfum við ræstingar til fyrirtækja á almennum markaði, til að hagræða eins og það er kallað, og til að minnka hjá sér launakostnað en sá sparnaður hefur mögulega nýst til að greiða fyrir einkabíla ráðherra, fjölmarga aðstoðarmenn, ferðalög til útlanda og dagpeninga á þeim ferðum.“

Fékk engin svör frá starfsmanni Umbru

Sólveig Anna tekur máli sínu til stuðnings fyrirtækið iClean (fyrirtækið ætti að heita „Útlenska konan þrífur svo að þú þurfir ekki að gera það og íslenski karlinn verður ríkur“) en á síðustu tveimur árum hefur ríkið gert við iClean samninga upp á 889.416.767 krónur svo að opinberar stofnanir séu ræstar. Samningurinn var nýverið endurnýjaður – á þessu ári getur fyrirtækið reiknað með hátt í 500 milljónum til viðbótar. Starfsfólk fyrirtækisins ræstir fjölmörg ráðuneyti, ræstir hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Ríkislögreglustjóra, á Landsbókasafninu og á Landspítalanum og svo mætti áfram telja. 

Samningurinn var endurnýjaður af þjónustumiðstöð stjórnarráðsins, fyrir hönd íslenskra skattgreiðenda, þrátt fyrir að Efling hefði umbeðin veitt þjónustumiðstöðinni upplýsingar um ömurlega framkomu iClean við starfsfólk á síðustu árum og í raun beðið stjórnarráðið um að framlengja ekki samninginn. Ég var sjálf í samskiptum við starfsmann þjónustumiðstöðvarinnar, en stofnunin ber heitið Umbra (skuggi – maður veit ekki hvort fólki í stjórnsýslunni er sjálfrátt þegar að það lætur sér detta svona nöfn í hug),“

Segist Sólveig Anna hafa boðið starfsmanninum í tvígang að hringja í sig til að fá frekari upplýsingar um framkomu fyrirtækisins við starfsfólk. Hann þáði ekki boðið og samningurinn var eins og fyrr segir endurnýjaður til árs. 

Þegar svar hafði borist frá Umbra um að samningurinn hefði verið framlengdur sendi ég starfsmanninum sem ég var í samskiptum við svohljóðandi póst: „Sæll, það er algjörlega ömurlegt að heyra – til háborinnar skammar satt best að segja. Þú talar um að áfram verði áhersla á lögbundin réttindi starfsfólk – að samningurinn við Iclean hafi verið framlengdur er sönnun á því að þau réttindi skipta engu máli.

Stórfurðulegt að þrátt fyrir upplýsingar frá Eflingu um kjarasamnings og réttindabrot hafi niðurstaðan verið að halda áfram viðskiptum við fyrirtækið. Til hvers í ósköpunum var eiginlega verið að kalla eftir gögnum frá okkur?““

Segir Sólveig Anna póstinn eflaust hafa farið inn um annað og út um hitt – kannski fallið í skugga verkefnisins „Verum hagsýn í rekstri ríkisins“ – en opinber rekstar-hagsýni síðustu ár hefur fyrst og fremst snúist um að gera allt verra fyrir alþýðufólk svo að opinbera yfirstéttin og félagar meðlima hennar í efnahagslegri yfirstétt geti haft það betra.“

Til í að mæta eigendum í Kastljósi

Sólveig Anna segist ekki vita hvort umfjöllun RÚV muni hafa eitthvað að segja í öllum þessum ömurlegu málum. Við getum leyft okkur að vona ef umfjöllunin haldi áfram. Hún segist einnig vona að ný ríkisstjórn taki á málinu:

Kannski getur RÚV boðið mér að mæta einhverjum af ræstinga-kapítalistunum í Kastljósi, kannski geta þau fjallað um málefnið í Kveik. Sjáum hvað setur. En ég ætla að leyfa mér að vona að ný ríkisstjórn horfist í augu við ósómann – horfist í augu við að það er hið opinbera sem með útvistunar-verkefnum sínum hefur skapar rekstrargrundvöll fyrir fjölmörg ræstingafyrirtæki, fyrirtæki sem að notfæra sér ódýrt vinnuafl aðfluttra kvenna og koma oft á tíðum fram við þær með hætti sem að hlýtur að vekja andstyggð hjá öllu sæmilega siðmenntuðu fólki.“

Vonar að ríkisstjórn taki á málinu

Segist Sólveig Anna eiga fund, ásamt Vilhjálmi Birgissyni, næsta föstudag, með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og Heiðu Björg Hilmisdóttur formanni Sambands íslenskra sveitarfélaga til að upplýsa þær um ástandið. 

Ég ætla að trúa því þangað til annað kemur í ljós að þær vilji hlusta og vilji breyta. Ég segi ykkur hvernig fer,“ segir Sólveig Anna.

Á þingi sitja nú sem þingmenn stjórnarmeirihlutans, Ragnar Þór Ingólfsson og Kristján Þórður Snæbjarnarson. Þeir fóru á þing úr valdamiklum embættum innan hreyfinngar vinnandi fólks, bæði í sínum félögum og í Alþýðusambandinu. Ég treysti því að þeir standi með Eflingu og SGS í baráttunni gegn því hörmulega ástandi sem að fengið hefur að vaxa og dafna á vinnumarkaði – þeir voru jú fyrst og síðast kosnir á þing sem verkalýðsleiðtogar og fulltrúar vinnandi fólks. Nú hafa þeir tækifæri til að sýna okkur hvar hjarta þeirra slær.“

Sólveig Anna segir að Efling muni halda fram að segja frá ástandinu í ræstinga-geiranum. Það gera líka félögin innan SGS og Alþýðusambandið.

Ég trúi ekki öðru en að RÚV, sem er með fjölmörg gögn frá okkur öllum haldi áfram að fjalla um stöðuna. Við höfum sem samfélag tækifæri til að leggjast öll á eitt: Við verðum einfaldlega að þrífa burt þann skammarblett sem framkoma ræstingafyrirtækjanna er við konurnar sem að halda þjóðfélaginu hreinu. Það skulum við gera – því annars er maður ekki manneskja heldur bara lítið skítseiði“.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt hlutverk Svala
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir

Síbrotamaðurinn Guðfinnur sakfelldur fyrir nauðganir
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum

Takmarkanir settar á útlitsbreytandi meðferðir með fylliefnum
Fréttir
Í gær

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“

Ljóst að ákvarðanir voru teknar að illa ígrunduðu máli – „Það er hagfræði andskotans og bakreikningurinn verður þungur“
Fréttir
Í gær

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“

Vilja fund með lögreglustjóra vegna fimm ára tafa á kæru ÁTVR – „Hvað í ósköpunum geti skýrt þessa ótrúlegu töf“