fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
433Sport

Gerði grín að ummælum Mourinho og birti þessa mynd – ,,Ég get ekki sagt neitt“

Victor Pálsson
Laugardaginn 15. febrúar 2025 15:00

Mourinho/ GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho, stjóri Fenerbahce, hefur svarað fyrir sig opinberlega eftir gagnrýni frá sóknarmanninum Mauro Icardi.

Icardi gerði grín að Mourinho á dögunum og kallaði hann grenjuskjóðu á samfélagsmiðlum – Mourinho hafði skotið létt á lið Icardi, Galatasaray, eftir leik við Gaziantep.

Mourinho kvartaði þar yfir dómgæslunni og í kjölfarið var hann kallaður grenjuskjóða af Icardi sem á í raun að vita betur.

Portúgalinn mætti á blaðamannafund í gær og svaraði fyrir sig og minnir fólk á það að hann sé enn sá ‘sérstaki’ og gerði einnig grín að argentínska sóknarmanninum með því að kalla hann ‘þann besta’ sem er að sjálfsögðu ekki staðreyndin.

,,Ég er sá sérstaki. 25 ára ferill og 26 titlar, það er enginn sem kemst nálægt mér,“ sagði Mourinho.

,,Ferillinn minn hefur staðið yfir í 25 ár, varðandi Icardi.. Icardi er ‘sá besti’ og ég vil ekki tjá mig um ummæli besta leikmanns sögunnar. Hann er of stór fyrir mig, ég get ekki sagt neitt.“

Icardi var ekki lengi að taka eftir þessum ummælum þess portúgalska og birti athyglisverða mynd á Instagram síðu sína.

Icardi kemur þar fram sem ‘geitin’ í treyju Galatasaray en þessa mynd má sjá hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“

Pillurnar fljúga á Hlíðarenda eftir harðorða yfirlýsingu vegna Gylfa – „Óþarfi að láta málin enda í illindum“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Haaland verðlaunaði sig eftir veglega launahækkun og keypti sér alvöru sportbíl

Haaland verðlaunaði sig eftir veglega launahækkun og keypti sér alvöru sportbíl
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stórtíðindin af Gylfa Þór vekja mikla athygli utan landsteinanna

Stórtíðindin af Gylfa Þór vekja mikla athygli utan landsteinanna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Enskur blaðamaður ræðir Arnór – „Að lokum voru þetta vonbrigði“

Enskur blaðamaður ræðir Arnór – „Að lokum voru þetta vonbrigði“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð

Áfall á Anfield – Spilaði ellefu mínútur í endurkomu og gæti nú þurft aðgerð
433Sport
Í gær

Breiðablik komið að borðinu og málið á mjög viðkvæmum stað

Breiðablik komið að borðinu og málið á mjög viðkvæmum stað
433Sport
Í gær

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin

Áfall á æfingasvæði KA í gær – Nýr markvörur liðsins sleit hásin