Arne Slot, stjóri Liverpool, viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi sóknarmannsins Matheus Cunha sem spilar með Wolves.
Cunha hefur verið orðaður við stærstu félög Englands en hann er einn besti ef ekki besti leikmaður Wolves.
Slot segir að það sé óvenjulegt að svo góður leikmaður spili fyrir lið svo neðarlega í töflunni og bendir á að það sama myndi aldrei gerast í Hollandi.
,,Matheus Cunha er frábær leikmaður og hann er með gæðin til að spila fyrir topp fimm liðin á Englandi,“ sagði Slot.
,,Ef þú horfir til Hollands og skoðar liðið sem er í 17. sæti – það er ekki einn leikmaður sem gæti spilað fyrir Ajax, PSV eða Feyenoord.“