Sergio Conceicao var gríðarlega pirraður í vikunni er hans menn í AC Milan mættu Feyenoord í Meistaradeildinni.
Conceicao og hans menn töpuðu fyrri leiknum 1-0 í Hollandi sem var nógu pirrandi fyrir þann portúgalska.
Conceicao ætlaði svo að mæta á blaðamannafund eftir leik en samkvæmt reglum UEFA á gestaliðið alltaf að tala við blaðamenn á undan heimaliðinu.
Feyenoord ákvað þó að virða þá reglu ekki og þurfti Conceicao að bíða fyrir utan herbergið í um 15 mínútur.
Hann mætti inn, svaraði einni spurningu og yfirgaf svo svæðið sem vakti mikla athygli.
,,Ég hef beðið fyrir utan í 15 mínútur og núna er ég búinn að klára þessar 30 sekúndur, það er nóg,“ sagði Conceicao.
Myndband af þessu má sjá hér.
Conceição answered only 1 question with the Press at Feyenoord, citing the long wait to enter room.
Feyenoord didn’t respect UEFA protocol of visitors have right to speak first.
“I waited 15 minutes outside, now I’ve done my 30 seconds, that’s enough.” pic.twitter.com/3KBvOL4QZW
— PortugueseSoccer.com ⚽️ (@PsoccerCOM) February 12, 2025