fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Eyjan

Áslaug Arna: Sjálfstæðisflokkurinn orðinn bákn sem hefur ekki uppfærst í takt við tímann

Eyjan
Laugardaginn 15. febrúar 2025 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjálfstæðisflokknum hefur mistekist að tala skýrt fyrir sjálfstæðisstefnunni og þarf að fara í naflaskoðun; skoða hvar mögulega voru gerð mistök í ríkisstjórnarsamstarfinu, hvar flokkurinn lét af stefnu sinni. Flokkurinn hefur góða stefnu, þarf ekki að leita að henni fyrir kosningar eins og margir aðrir flokkar, en þarf að ná talsambandi við fólkið á ný. Kjósendur hafa upplifað flokkinn sem kerfisflokk, sem er það sem Sjálfstæðisflokkurinn má aldrei verða. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, formannsframbjóðandi í Sjálfstæðisflokknum, er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Aslaug Arna - 2
play-sharp-fill

Eyjan - Aslaug Arna - 2

„Jú, ég held einmitt að tækifærið sé svolítið núna, að flokkurinn hafi ekki efni á að bíða með að líta inn á við og vinna ákveðna grunnvinnu sem felst meðal annars í því að þora að spyrja: hvað hefur mistekist? Hvar höfum við misst talsamband við fólk, hvar erum við ekki að vinna gagnvart grundvallarstefnunni?“ segir Áslaug Arna.

Hún segir að ástæðan fyrir því að hún hefur trú á verkefninu og flokknum sé sú að sjálfstæðisstefnan sé mjög öflug. „Við þurfum ekki að elta aðra flokka, við þurfum ekki að elta Viðreisn eða elta Miðflokkinn, við eigum einfaldlega að vera meiri Sjálfstæðisflokkur og við eigum að vinna skýrar á grundvelli okkar stefnu. Það er þar sem óánægjan hefur kraumað; við höfum verið í ríkisstjórnarsamstarfi við Vinstri græna …“

Margir kalla þetta vinstri stjórn, sem þið voruð að koma út úr …

„Já, já, og gott og vel, og ég skil vel upplifun margra hægri manna af þessari stjórn en ég gæti líka setið hér í lengri tíma og talað um það sem við náðum þó í gegn og af hverju það er betra að hafa okkur við stjórnvölinn en ekki. Þú varst að spyrja hvort við þyrftum að fara í naflaskoðun og ég er að segja: Já, við þurfum að horfa inn á við, við þurfum að velta fyrir okkur hvar ímynd og ásýnd okkar er brotin, hvar við höfum mögulega gert mistök í ríkisstjórnarsamstarfinu, hvar við látum af stefnu okkar og hvar við einfaldlega tölum ekki nógu skýrt fyrir henni. Í því felst bæði að horfa inn á við, hvernig við funkerum sem flokkur og starf og hvernig við löðum að okkur nýtt fólk og hvernig við mótum aðgerðir á grundvelli stefnu okkar og stefnumótun í alls konar málaflokkum.

En það snýst líka um að endurnýja þetta talsamband við fólk og aðeins að hugsa – flokkurinn er orðinn ansi mikið bákn, að mínu mati. Hann er þungur um sig og hefur ekki kannski uppfærst í takti við tímann. Ég hef stundum líkt þessu við að við erum með mjög góða stefnu og þurfum ekki, eins og margir flokkar fyrir kosningar, að fara að leita hver hún er. Við höfum hana og við höfum ótrúlega mikinn mannauð …“

En týnið þið henni stundum strax eftir kosningar?

„Við höfum ekki talað nægilega skýrt fyrir henni oft og tíðum og það sem ég er að segja er að við verðum að viðurkenna ákveðin mistök og að hafa kannski verið orðin partur af kerfinu. Við höfum verið við stjórnvölinn lengi, farið að verja kerfið, og við eigum ekki að vera kerfisflokkur. Við eigum að vera flokkur sem ber alltaf hagsmuni fólks og fyrirtækja í þessu landi fyrir brjósti. Og þegar við erum að útskýra kerfið þá hefur fólk upplifað okkur sem kerfisflokk. Núna er reyndar tekin við ríkisstjórn sem ég held að sé einhver mesta kerfisstjórn sem hefur verið við stjórnvölinn, en við skulum sjá og láta á það reyna. En ég held einmitt að það hafi rofnað aðeins hvernig við tölum fyrir stefnunni og hvernig við vinnum eftir henni.“

Áslaug Arna segist telja að fólk hafi refsað Sjálfstæðisflokknum. Slíkt gerist þar sem flokkar hafi verið lengi við völd. Hún nefnir breska Íhaldsflokkinn og bandaríska Demókrataflokkinn sem dæmi. „Fólk upplifði bara ekki að við værum að vinna fyrir það og þess vegna þurfum við að fara í ákveðna naflaskoðun, en það snýst einmitt ekki um stefnuna heldur um að fara betur eftir henni, tala skýrar fyrir henni, og svo, af því að þú nefndir að það væri í vöðvaminninu á einhverjum að kjósa, já það er kannski rétt svo eldri kynslóðin í dag, það er of mikið af fólki …“

Já, ég vísa til þeirra sem eru á mínum aldri og eldri.

„Einmitt. Ég held að einn vandi flokksins sé ekki síst að fólk hefur ekki þorað að vera Sjálfstæðismenn. Það á ekki við um þína kynslóð og eldri en það á við um mína kynslóð og aðeins eldri, fólk sem var ungt fólk í efnahagshruninu og hefur varla þorað að tala fyrir hægri stefnu, eða sjálfstæðisstefnunni. Gefur það ekki upp á vinnustöðum sínum, þorir ekki að deila því á Facebook í hræðslu við að fá á sig ákveðnar árásir eða skoðanir frá einhverri frænku. Það er þetta sem ég upplifi mikið hjá fólki af minni kynslóð og aðeins eldra.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Nýtt hlutverk Svala
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús

Enginn meirihluti í borginni og Sjálfstæðisflokkur lætur til skarar skríða – Vilja selja Höfða, Ljósleiðarann og bílastæðahús
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld

Orðið á götunni: Leyfilegt að mismuna börnum – mótmæli á Austurvelli í kvöld
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin

Björn Jón skrifar: Nýja hægri róttæknin
Hide picture