fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Orðið á götunni: Vinstri meirihluti í burðarliðnum – Einar plottaði yfir sig en Viðreisn hélt kúlinu

Eyjan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðreisn lætur ekki hanka sig á því að efna til samstarfs við Sósíalista og Vinstri græna í borgarstjórn Reykjavíkur. Þetta er klókt hjá flokknum því að Viðreisn er frjálslyndur miðjuflokkur og verður að haga ákvörðunum sínum í samræmi við það. Það gerir flokkurinn með því að standa fyrir utan hið væntanlega samstarf vinstri flokka í Reykjavíkurborg.

Orðið á götunni er að í þessu geti falist mikil klókindi fyrir Viðreisn. Verði vinstri meirihlutinn myndaður í Reykjavík verður Viðreisn í minnihluta með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í langmikilvægasta sveitarfélagi landsins án þess að það trufli farsælt samstarf flokksins við Samfylkinguna og Flokk fólksins á vettvangi ríkisstjórnarinnar. Það ber ekki allt upp á sama daginn í stjórnmálum og gott er fyrir Viðreisn að geta komið að samstarfi við ýmsa flokka án þess að ganga svo langt að vinna með kommum – eins og varð Bjarna Benediktssyni og fráfarandi forystu Sjálfstæðisflokksins að falli.

Ljóst er að Einar Þorsteinsson réð ekki við starf borgarstjóra og því fór sem fór. Framsóknarflokkurinn er rúinn trausti bæði á landsvísu og í borginni. Hann mun ekki eiga möguleika á að rísa úr öskustónni fyrr en núverandi formaður fer af vettvangi rétt eins og Einar Þorsteinsson, sem er birtingarmynd einnar misheppnuðustu tilraunar seinni ára til að dubba upp stjórnmálamann úr öðrum flokki og öðrum störfum með hraði.

Orðið á götunni er að þeir fimm flokkar sem nú virðast vera að mynda meirihluta í borginni verði sammála um að Heiða Björk Hilmisdóttir verði borgarstjóri ef niðurstaðan verður sú að velja borgarstjóra úr hópi kjörinna fulltrúa. Allt annað væri galið. Samfylkingin er með fimm borgarstjórnarfulltrúa, aðrir þrjá, tvo eða einn. Hinn möguleikinn er að velja faglegan utanaðkomandi og tiltölulega ópólitískan borgarstjóra til 15 mánaða. Hvar skyldi hann nú finnast? Ja, hugsanlega væri hægt að fá rekstrarráðgjafa til að taka að sér verkefnið.

Ekki þarf að gera ráð fyrir því að yfirstandandi hræringar í borgarstjórn hafi nein áhrif á samstarf ríkisstjórnarflokkanna þriggja. Að vissu marki er það léttir að losna við borgarstjóra á vegum Framsóknarflokksins, fyrrverandi formann ungra sjálfstæðismanna í Kópavogi. Viðreisn verður fyrir utan og heldur kúlinu og verður opin í allar áttir.

Hitt er svo ljóst að þær vendingar sem hafa orðið í borgarstjórn hafa afhjúpað getuleysi borgarfulltrúanna 23 og minna á það brýna verkefni að fækka þeim að nýju niður í 15.

Orðið á götunni er að flestir helstu flokkar sem nú eiga fulltrúa í borgarstjórn Reykjavíkur muni trúlega endurnýja forystuframboð sín með afgerandi hætti. Það gæti átt við Sjálfstæðisflokkinn, Viðreisn, Framsókn, Flokk fólksins og jafnvel fleiri. Og Miðflokkurinn hlýtur að banka að nýju.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?

Guðlaugur Þór: Gímaldið er stærðar kjötvinnsla en ekki lítill skúr – hvernig gat þetta gerst?
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður

Fimm flokkar hefja formlegar viðræður
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt

Guðlaugur Þór: Áttum ekki að fara í seinna kjörtímabilið með VG – kyrrstaðan var okkur dýrkeypt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið

Guðlaugur Þór: Styrkurinn felst í umburðarlyndi gagnvart mismunandi skoðunum – flokkurinn þarf að bæta jarðsambandið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars