fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Fréttir

Sakar nágranna sinn um óleyfilegt sauðfjárhald – Óttast tjón vegna óþefs

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 18:30

Frá Akranesi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað frá kæru eiganda hesthúss á Akranesi. Sagði eigandinn að nágranni hans, eigandi annars hesthúss, hefði í óleyfi haldið sauðfé. Vildi hinn ósátti eigandi meina að hann yrði fyrir ýmsum óþægindum af völdum sauðfjárhalds nágrannans og þar að auki gæti vond lykt frá fénu valdið honum fjárhagstjóni.

Eigandinn ósátti sneri sér til bæjaryfirvalda í nóvember á síðasta ári og óskaði eftir skýringum á sauðfjárhaldi í hesthúsi nágrannans. Bærinn upplýsti að heimilt væri samkvæmt deiliskipulagi að halda fé á svæðinu en krafa væri gerð um að taðþró þyrfti að vera innan eða utan byggingar.

Hinn ósátti hesthúsaeigandi benti í kjölfarið á að teikningar fyrir taðþró í kjallara hússins væru ekki á kortavef sveitarfélagsins. Þá hafi húsið verið byggt og skilgreint sem hesthús en ekki fjárhús. Hvorki hafi verið sótt um leyfi til að breyta því í fjárhús né hafi verið lagðir inn uppdrættir fyrir þeim breytingum sem gerðar hafi verið á húsinu.

Óþægindi og tjón

Krafðist hesthúsaeigandinn þess að allt sauðfé yrði fjarlægt úr hesthúsi nágrannans þangað til þessi mál væru komin í lag. Þessu erindi hans var hins vegar ekki svarað af hálfu bæjaryfirvalda á Akranesi.

Sneri hann sér þá til nefndarinnar. Í kæru hesthúsaeigandans kom fram að í fasteignaskrá væri hús nágranna hans skráð sem hesthús en þar væri hins vegar eingöngu sauðfé og það sem því tilheyri, þar á meðal slátrun  að hausti. Sauðfjárhald hafi verið í húsinu í nokkur ár en hann hafi ekki vitað af því fyrr en fyrir stuttu síðan að ekki mætti breyta um starfsemi í húsinu nema með leyfi sem háð væri nýjum uppdráttum vegna breytinga. Töluverð óþægindi hafi orðið af sauðfjárhaldinu og hefði hann fengið ámæli fyrir að trufla sauðburð og erfitt væri að vera með hunda á lóðum í kring vegna þess.

Vildi kærandinn einnig meina að vegna vondrar lyktar sem stafi frá fénu gæti hann auk þess orðið fyrir fjárhagstjóni.

Ekki kemur fram í úrskurðinum í hverju slíkt fjárhagstjón hafi átt að geta falist en væntanlega snýr það að virði hesthúss kærandans og möguleika á sölu þess.

Frávísun

Akraneskaupstaður krafðist þess að málinu yrði vísað frá úrskurðarnefndinni þar sem hvorki væri til staðar kæranleg ákvörðun né hafi kæra borist innan kærufrests. Notkun á umræddu húsi til sauðfjárhalds væri í samræmi við deiliskipulag og væri bænum ekki heimilt að verða við kröfum um að það yrði stöðvað.

Í niðurstöðu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála er ítekað að erindi hins ósátta hesthúsaeiganda um að sauðfjárhald nágrannans verði stöðvað hafi ekki verið svarað en í fyrri tölvupóstsamskipum milli kærandans og bæjaryfirvalda hafi komið fram sú afstaða sveitarfélagsins að starfsemin samrýmdist skipulagsáætlunum á svæðinu.

Sú afstaða verði ekki jöfnuð við afgreiðslu málsins en fyrir liggi að beiðni kærandans um að þessum þvingunarúrræðum yrði beitt hafi ekki verið formlega afgreidd hjá byggingarfulltrúa Akraness. Liggi því ekki fyrir nein kæranleg ákvörðun í málinu og því ekki hjá því komist að vísa því frá úrskurðarnefndinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykjanesbær í lausafjárvanda

Reykjanesbær í lausafjárvanda
Fréttir
Í gær

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“

Guðmundur varar Hafnfirðinga við: „Hvaða um­hverf­issinna dett­ur í hug að dæla snefilefnum sem eru ekk­ert annað en eit­ur und­ir íbúðarbyggð?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot

Samúel, Elías og Jónas dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíknefnabrot
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“

Hugmynd Runólfs með Græna gímaldið vekur sterk viðbrögð – „Þetta er dónalegt Reykjavík þarf að fjarlægja mistökin sem gerð voru“