fbpx
Laugardagur 15.febrúar 2025
Eyjan

Áslaug Arna: Innganga í ESB ógnar ekki fullveldi Íslands – sjálfstæðið þó sterkara utan sambandsins

Eyjan
Föstudaginn 14. febrúar 2025 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hagsmunum Íslands er betur borgið utan ESB en sjálfstæði og fullveldi landsins er ekki fórnað með inngöngu að mati Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, frambjóðanda til formanns Sjálfstæðisflokksins. Hún telur Sjálfstæðisflokkinn þurfa að endurnýja talsambandið við kjósendur sína, fólkið í landinu og hlusta meira en verið hefur. Sjálfstæðismenn þurfi að ræða sín á milli um það hvernig nútímastjórnmálaflokkur virkar. ef það gerist skapist tækifæri til að grípa hægribylgju sem sé í gangi. Áslaug Arna er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hægt er að hlusta á brot úr þættinum hér:

Eyjan - Aslaug Arna - 1
play-sharp-fill

Eyjan - Aslaug Arna - 1

„Við töpuðum þessum kosningum, við getum ekki verið sátt við niðurstöðuna, sama hvernig þú reynir að útlista hana, þá einfaldlega misstum við tiltrú of margra, við höfum misst talsamband við of marga kjósendur, við of marga í þessu landi. Ég held hins vegar að tækifærið sé núna. Fyrir mína parta finnst mér ekki vera rétti tíminn til að vera fúll í lengri tíma. Við gátum verið fúl í desember á meðan mótuð var hér vinstri stjórn og það er svekkjandi að vera í þeirri stöðu, en ég er þannig manneskja að ég sé tækifæri í svona stöðu og mér finnst tími til kominn að fara í ákveðnar breytingar og ákveðna vinnu til þess að ná vopnum okkar, styrkja stöðu Sjálfstæðisflokksins, og hlúa að rótum flokksins sem mér finnst hafa visnað talsvert,“ segir Áslaug Arna.

Hún segir að með þessu eigi hún við að bæði eigi að líta inn á við á ímynd flokksins og ásýnd, Sjálfstæðismenn þurfi að ræða sína á milli um það hvernig nútímastjórnmálaflokkur virkar. „Við þurfum að endurnýja talsamband við fólk sem við höfum misst hvor sem það er í verkalýðshreyfingunni, fólk með lítil og meðalstór fyrirtæki, kennarar, heilbrigðisstarfsfólk, bændur, við verðum að endurnýja talsambandið okkar við fólk og hlusta betur.“

Áslaug Arna bendir á að nú sé eitt og hálft ár til sveitarstjórnarkosninga. Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórnarandstöðu og hún skynji tækifæri fyrir flokkinn til að grípa hægri bylgju sem sé í gangi.

Þú talar um að flokkurinn þurfi að opna faðminn, þú talar um að hann þurfi að nálgast fólkið sem hann hafi misst. Ég tók eftir að þú nefndir ekki einn hóp …

„Ég nefndi marga.“

Já, en mig langar að spyrja þig sérstaklega út í einn hóp. Það eru Evrópusinnarnir.

„Já, ég held að þeir eigi alveg heima innan Sjálfstæðisflokksins; fólk sem er sammála grundvallarstefnu flokksins en greinir á um það hvort við varðveitum fullveldi okkar með inngöngu í Evrópusambandið eða ekki.“

Það er þín skoðun, skoðun flokksins, að innganga í Evrópusambandið þýði að Ísland sé ekki lengur fullvalda þjóð?

„Nei, ég, og sérstaklega eftir að ég er búin að vera nýsköpunar- og gervigreindarráðherra, sem er alltaf að ræða samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs og Íslands, þá reyndist ég þess fullviss að hagsmunum Íslands er betur borgið utan Evrópu. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar en þegar ég sé á hvaða vegferð og leið Evrópusambandið er gagnvart regluvæðingu á tæknilausnum t.d. eins og gervigreind, hvernig við sjáum fyrirtækin og hugmyndirnar verða til í Bandaríkjunum og flottustu lausnir heims ekki tilbúnar að koma inn á Evrópumarkað út af mjög þungu og íþyngjandi regluverki. Evrópusambandið er kannski að opna aðeins augun fyrir þessu …“

Það er mikil umræða þar einmitt um þessi mál núna.

„Já, í fyrsta skipti í langan tíma sem maður sem alvöru umræðu innan Evrópusambandsins um samkeppnishæfni og ég vona vegna þess að eitthvað breytist, ekki síst af því að við erum í EES og þurfum að taka upp talsvert stóran hluta af þeim reglum …“

Já, bara megnið af þessum reglum.

„Já, já, stóran hluta af því, en við þurfum að gæta okkar hagsmuna við þá innleiðingu og höfum sjálf gengið stundum of langt og það hefur smitast á reglugerðir sem kannski ekki átt að gera. Ég held einfaldlega að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins …“

En það er hagsmunamat, þú ert ekki að tala um fullveldið, að fullveldinu sé kastað með því að ganga í Evrópusambandið?

„Nei, en ég held samt sem áður að við höfum kannski svona … já, ég myndi segja að sjálfstæðið og fullveldið sé sterkara án þess að vera í Evrópusambandinu.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda

Orðið á götunni: Silfrið í gær sýndi samansafn óhæfra stjórnenda
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara

Selur fyrirtækið sem Stefán Einar varði með kjafti og klóm gegn árásum kennara
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“

Einar afhjúpar dramatískan fund þar sem því var fyrst hótað að slíta meirihlutasamstarfinu – „Þá brást á mikil taugaveiklun“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars

Heiða Björg átti engan veginn von á slitum Einars
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið

Óttar Guðmundsson skrifar: Alþingi og óveðrið
Hide picture