fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Fréttir

Afi frá helvíti ákærður fyrir hrottalegar nauðganir gegn barnabarni sínu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. febrúar 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðssaksóknari hefur ákært mann fyrir nauðgun og kynferðisbrot gegn barni. Varðar málið tvö atvik með nokkurra ára millibili. Meint brot mannsins beindust gegn stúlku sem er barnabarn hans.

Ákæruliðir eru tveir og í þeim fyrri er maðurinn sakaður um brot gegn stúlkunni á árinu 2015. Hann hafi þá farið inn í svefnherbergi hennar, stungið fingri í leggöng hennar og getnaðarlimi sínum í endaþarm hennar.

Síðari ákæruliður varðar atvik á aðfaranótt 31. desember árið 2019. Átti atvikið sér stað á heimili stúlkunnar. Afinn er þá sagður hafa þuklað á líkama stúlkunnar, brjóstum hennar og kynfærum innanklæða, lagst ofan á stúlkuna og sett getnaðarlim sinn í leggöng hennar á meðan hann hélt höndum hennar föstum þannig að hún komst ekki undan.

Aldur stúlkunnar á tíma meintra brota er afmáður úr ákæru héraðssaksóknara en ljóst er að hún var undir lögaldri er bæði meint brot voru framin. Maðurinn er sagður hafa nýtt sér yfirburði sína gegn stúlkunni og traust hennar og trúnað til hans sem afa hennar.

Málið var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 3. febrúar síðastliðinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“

Rithöfundar sárbæna Alþingi – „Risastórt skrímsli sem er að éta okkur upp til agna“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti

Dómur fallinn yfir konunni sem frelsissvipti og misþymdi Tinnu Guðrúnu Barkardóttur í Vinakoti